Vikan


Vikan - 19.12.1957, Side 28

Vikan - 19.12.1957, Side 28
alþingiskonur Elín Pálmadóttir eltir uppi og spjallar við Þrjár önnum kafnar 8. þingmaöur Reykvíkinga stundar Eögfræ ðinám og heldur heimili RAGNHULDI HELGADÓTTUR náði ég f á laugardegi — frídeginum hennar. A fimmtu- deginum hafði hún farið upp á Akranes til að Ijpetja Sjálfstæðiskonur þar á staðnum til réttrar trúar og ekki komið aftur fyrr en seint á föstu- deginum. Hún stóð á stigapallinum í gömlu litlu bakhúsi innarlega á Laugavegi með litla dóttur sina í fanginu og brosti svo elskulega að ég hætti að skammast mín fyrir að trufla hana frá því að baka til helgarinnar og sauma jólanáttfötin á börnin. Bros Ragnhildar er sannarlega þess virði að höfð séu um það fleiri orð. Það kemur snögg- lega og oft og lýsir upp allt andlitið og dökku augun tindra. Áttundi þingmaður Reykvíkinga er Reykvík- ingur í húð og hár, dóttir dr. Helga Tómassonar og því uppalin á Kleppi. — Mér leikur forvitni á að vita hvernig stóð á því að þú fórst að hafa afskipti af stjórn- málum og bjóða þig fram til þings, Ragnhildur, sagði ég, þegar við vorum seztar og Inga litla hætt að vera hrædd við mig. (Þó Ragnhildur og Adda Bára séu orðnar æruverðugar alþingiskon- ur, hlýt ég að þúa þær sem gamlar skólasystur). —Satt að segja finnst mér að ég hafi alltaf verið ákaflega pólitísk. 1 skóla eru allir svo pólitískir og hugsa svo háalvarlega. Mest af þvi sem stjórnmálunum viðkemur er reyndar sam- tvinnað lífi hvers og eins. En ég ætlaði mér aldrei að fara út í þingmensku, hélt satt að segja ekki £ alvöru að ég kæmist að, þó ég léti tilleiðast að vera á framboðslistanum. Hafði nóg að gera fyrir, þar sem við hjónin vorum bæði við lög- fræðinám og höfðum heimili og tvö börn. Þing- menska mín hefur svo auðvitað gengið meira eða minna m yfir námið, þó ég hefði auðvitað hvort sem var þurft að vinna við eitthvað ann- að, ef hún hefði ekki komið til. Rak t. d. bamafatabúð og hafði umboð fyrir Happdrætti Háskólans áður en ég byrjaði í þinginu. ■ — Hvernig tóku þingmennirnir því að fá aðra eíns kveninnrás í þingið eins og í vetur? —Þeir tóku því bara vel. Jóhanna er ekki til svo lítillar prýði í þingsölunum, þegar hún kemur inn, gráhærð og virðuleg, í silkipeysufötunum sínum. Einhver hafði samt orð á að sá tími væri kannski að nálgast að konur yrðu í meirihluta á Alþingi og virtist kviðinn. Sjálfri fannst mér ég vera ósköp lítil og fá- kunnandi þegar ég mætti fyrst til þings í fyrra og héit að þingmenn blytu að taka mig sem hálfgerðan stelpu- krakka. Satt að segja er nú fátt af ungu fólki á þingi. — Tekurðu það nærri þér þegar þú verður fyr- ir pólitískum árásum? — Það er auðvitað æskilegast að allt sé slétt og fellt, en maður getur alltaf átt á ýmsu von, svo það þýðir ekki að hafa áhyggjur af því. 'fög hef ekki orðið svo mikið fyrir skömmum, nema þá helzt í Þjóð- viljanum. 1 hvert skipti sem ég opna munninn heitir það að íhaldsfrúin Adda Bára sé að klessa sér utan í málin. Þessháttar tek ég auðvitað ekki nærri mér. — Og fyrir hvaða málum hefurðu aðallega beitt þér á þingi? — Eg hef m. a. lagt fram frumvörp um skattamál hjóna og einnig um að gjafir til menn- ingar og vísindastarfsemi verði undanþegnar skatti, svo að fólk geti svolítið fengið að ráða því í hvað fjármunir þess fari. Svo lagði ég fram frumvarp um öryrkjaheimili og hafði i huga heimili fyrir fyrrverandi geðsjúklinga. Fjárveitingartillaga til uppeldisskóla fyrir telp- ur var felld fyrir mér í fyrra, en nú hef ég flutt þingsáíyktunartillögu um það, því að það er mjög aðkallandi. Annars á ég sæti í 2 nefndum neðri deildar, menntamálanefnd og heilbrigðis- og félagsmálanefnd. Þingmaðurinn verður að víkja um stund fyrir móðurinni, því nú þarf Helgi litli, sonur Ragn- hildar, að komast af stað í skólann. Hann er efni- legt þingmannsefni, þó hann sé ekki nema sex ára, því hann fær stundum að fara með mömmu sinni niður í þing, ef búizt er við stuttum þing- fundi, og bíður þá annað hvort hjá þingsveinun- um, sem honum finnst kátir og skemmtilegir strákar, eða hann fer upp í blaðamannastúkuna til pabba síns, Þórs Vilhjálmssonar, lögfræðings, sem annast þingfréttir fyrir Morgunblaðið í vetur. — Hvernig eiga nú stjórnmál og störf í þágu félagsmála við störf húsmóðurinnar og umhugs- un um börn? spyr ég, þegar drengurinn er far- inn af stað. — Þingstörf sameinast heimilisstörfunum ekki ver en önnur vinna, og jafnvel betur, því það er hægt • að vinna að ýmiss konar athugunum heima og um er að ræða mál, sem hvei' hús- móðir, sem áhuga hefur fyrir stjómmálum, mundi hvort sem er fylgjast með. 1 rauninni finnst mér það aldrei eiga vel saman að hafa lítil börn og vinna úti. Annars hafa margar kon- ur erfiðari aðstæður en ég til að vinna utan heimilisins. Núna hef ég norska stúlku til hjálpar og svo finnst mér geysilegur munur að vita af frænku minni hér I húsinu, þó hún sé ekki beinlínis að gæta barnanna. Þau eru mjög hænd að henni. En það er annað sjónarmið í þessu sambandi. Þær konur sem vinna úti njóta þess ennþá betur að vera heima hjá sér en ella, og hver samverustund með bömunum verð- ur jafnvel enn meira virði. Jóhanna Ragnhildur — Finnst þér að konur eigi sérstaklega erindi á þing? — Ég held því ekki fram að það bíði verkefni í hrönnum, sem konur einar geti leyst, en sam- eiginlegur áhugi þeirra beinist aðallega að viss- um málaflokkum. Mér finnst ekkert eðlilegra en að konur eigi sæti á þingi, og engin sérstök ástæða til að hafa við okkur blaðaviðtal þess vegna. Eg get vel fallizt á þetta sjónarmið, en ætla samt að halda áfram að elta uppi þingkonur og láta einhverjum starfsbróður mínum eftir að hafa blaðaviðtöl við þessa 49 þingmenn af hinu kyn- inu. Veðurfræðingur og húsmóöir. Aðaláhugamálið stjórnmál. AÐ afloknu flokksþingi SosíaJistaflokksins náði ég loks tali af Öddu Báru Sigfúsdóttur, fulltrúa Reykjavíkurdeildarinnar á þinginu. Þá voru þingmenn Alþýðubandalagsins komnir heim úr siglingu og þingmensku Öddu Báru lokið í bili. Hún leiðrétti strax þann misskilning, sem ein- hvers staðar hefur komið fram, að aldrei fyrr en i vetur hafi þrjár konur setið samtímis á Alþingi. Einhvern tima á kjörtímabili þeirrar Kristínar L. Sigurðardóttur og Rannveigar Þor- steinsdóttur hafði Soffía Ingvarsdóttir komið inn sem varaþingmaður. —- Hvernig veður fáum við á jólunum ? spurði ég, því Adda Bára er deildarstjóri veðurfars- deildarinnar á Veðurstofunni. — Við gerum enga jólaspá. Það er sérgrein Ameríkananna. Enda er það hrein vitleysa, þeg- ar spáð er svo langt fram í tímann. Og í raun- inni spá þeir ekki um veðrið, en gefa aðeins upplýsingar um hvernig Veðurfarið er venjulega hér í desember. Oftast er auð jörð hér á jóiun- um og drungalegt veður. Það eru engar upplýs- ingar fyrir Islendinga, þó svo sé kannski fyrir einhvern Texasbúa. Sums staðar, eins og t. d. í Osló, er hægt að spá fyrir þrjá sólarhringa, en hér er í hæsta lagi hægt að spá fyrir tvo. öll veð- ur koma hér af hafinu og þaðan höfmn við ekki nægar upplýsingar. Norðmenn standa að því leyti betur að vígi, að þeir hafa upplýsingar um veðr- ið hér, í Bretlandi og víðar. Annars starfa ég ekki við veðurspárnar held- ur við veðurfræðirannsóknir og skýrslugerð. Það væri mjög skemmtilegt starf, ef timi væri til að vinna að fleiru en því bráðnauðsynlegasta. T. d. gæti það komið sér vel fyrir þá sem sjá um ýmiskonar verklegar framkvæmdir, ef reiknað- ar væru út líkurnar fyrir 10 stiga frosti í janúar- mánuði. En til þess erum við of liðfá. Ég hef aðeins 2—3 aðstoðarmenn. Nú er krafsað í hurðina, og þegar opnað er, skríður inn lítill kútur, sonur Öddu Báru og manns hennar, Bjarna Benediktssonar frá Hof- teigi. Klukkan er orðin hálf fimm, mamma komin heim úr vinnunni og hann vill ekki láta ræna sig sínum réttmæta tíma hjá henni. — Honum finnst nú samt amma vera bezta kona í heimi, segir Adda Bára. Við búum hér á sömu hæðinni og höfum sameiginlegt heim- ilishald, svo hann hefur alltaf ömmu sina meðan ég er að vinna. 28 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.