Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 20

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 20
Titkynnini í/ nwn mord 6. eftir Agöthu Christie FIMMTI KAFLI UNGFRU BLACKLOCK OG UNGFRU BUNNER fulltrúi, Letty frænka. Mitzi fékkst ekki til að fara til dyra. Hún er búin að loka sig inni í eldhúsinu og þaðan berast alveg stórkostlegir kvein- stafir. Ég get ekki ímyndað mér að við fáum nokkurn hádegisverð. Svo LITTLE PADDOCKS reyndist ákaflega svipað þvi sem Craddock lögreglufulltrúi hafði gert sér í hugarlund. Hann kom auga á endur og hænsni og blómabeð, sem einhvern tíma hafði verið ákaflega fallegt, en nú voru nokkur seinsprottin purpurarauð gæsablóm að visna þar. Grasfletirnir og gangstígarnir báru merki umhirðuleysis. Craddock lögreglufulltrúi leit í kringum sig og dró sínar ályktanir: — Hefur sennilega ekki mikiö lausafé tii að eyða í garðinn — hrifin af blómum og hefur auga fyrir smekklegum blómabeðum. Þyrfti að mála húsið. Hvaða hús þarf svosem ekki að mála nú á dögum ? Snotur eign! Um leið og Craddock stöðvaði bílinn fyrir framan aðalinnganginn, kom Fletcher lögregluþjónn fyrir hornið á húsinu. Fletcher var teinréttur og bar sig vel. Hann minnti mest á varðmann. — Nú ertu þarna, Fletcher? Nokkuð nýtt? — Við erum búnir að rannsaka húsið. Scherz virðist ekki hafa skilið eftir fingraför neins staðar. En hann var líka með hanska. Gluggar og hurðir bera þess engin merki að hafa verið sprengd upp til að komast inn. Hann virðist hafa komið frá Medenham með áætlunarbílnum, sem kemur hingað klukkan sex. Mér skilst að hurðinni út í garðinn hafi verið læst klukkan 5.30. Það er engu líkara en að hann hafi gengið beint inn um framdyrnar. Ungfrú Blacklock segir að venjulega sé hurðin ólæst þangað til húsinu sé lokað undir nóttina. Þjónustustúlkan heldur því aftur á móti fram að dyrnar hafi verið læstar allan siðari hluta dagsins — en henni er trúandi til að segja hvað sem er. Þú átt eftir að komast í kynni við skap- ofsann í henni. Hún er frá einhverju Mið-Evrópulandanna. — Er hún erfið viðureignar? -— Já, svo sannarlega, svaraði Fletcher. Craddock brosti og Fletcher hélt áfram að gefa honum skýrslu: — Raf- magnið er í bezta lagi alls staðar. Við höfum ekki getað komizt að þvl hvernig honum tókst að slökkva ljósin. Það fór aðeins eitt einasta öryggi. Öryggið fyrir setustofuna og anddyrið. Nú á dögum eru loftljósin og lamp- arnir venjulega ekki á sama örygginu — en þetta er gamalt hús og gömul raflögn. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur getað átt við öryggin, því þau eru við hliðina á uppþvottaklefanum, svo að hann hefði orðið að fara í gegnum eldhúsið til að komast þangað, og þá hefði þjónustustúlkan séð hann. — Nema hún hafi verið í vitorði með honum. — Það er ekki ósennilegt. Bæði útlendingar — ég mundi heldur ekki treysta henni hið allra minnsta. Craddoek sá nú að tvö stór skelfd augu horfðu á hann gegnum glerið í forstofuhurðinni. Andlitið, sem var flatt út á rúðunni, sást ógreinilega. Er þetta hún? Andlitið hvarf af rúðunni. Craddock hringdi dyrabjöllunni. Eftir langa bið opnaði ung, lagleg stúlka með rauðbrúnt hár og heldur óánægjuleg á svipinn dyrnar fyrir þeim. — Craddock lögreglufulltrúi, sagði Craddock. Hin fallegu brúnu augu ungu stúlkunnar horfðu kuldalega á hann, og hún sagði: — Komið inn fyrir. Ungfrú Blacklock á von á yður. Craddock sá að anddyrið var langt og mjótt og þar virtust vera næst- um óeðlilega margar hurðir. Unga stúlkan opnaði dyr til vinstri og sagði: — Craddock lögreglu- I Little Paddocks, á heimili ungfrú Biacklock, hefur maður dáið af skotsári undir óvenjuiegum kringumstæðum. Hann hefur ruðst inn í húsið, eftir að hafa boðað alla hennar kunningja þangað með auglýsingu um morð, sem allir halda að sé einhvers konar frumleg aðferð til að bjóða heim. Þegar allir eru saman komnir i stofunni, slokkna ljósin, maður birtist í dyrunum með vasaljós, sem hann lætur leika um stofuna, síðan er skotið tveimur skotum, og við það þriðja hnígur maðurinn sjálfur dauður niður með kúlu í brjóstinu. Fyrsta skotið hefur rispað eyra ungfrú Blacklock sjálfrar. bætti hún við til skýringar og sneri máli sínu til Craddocks: — Henni er ekkert um lögregluna gefið.. Að svo búnu hvarf unga stúlkan út úr stof- unni og lokaði hurðinni á eftir sér. Craddock gekk til móts við eiganda Dittle Paddocks. Fyrir framan hann stóð há og röskleg kona um sextugt. Það voru eðlilegir sveipir í gráa hárinu á henni, sem gerði hana höfðinglega ásýndum og fór vel við gáfu- legt og einbeitnislegt andlitið. Augnaráðið var hvasst, kjálkasvipurinn ákveðinn og hakan þver fyrir. Á vinstra eyranu á henni voru umbúðir. Hún hafði engan andlitsfarða framan í sér og var látlaus í klæðaburði, í vel sniðinni tweed dragt og peysu. Með þessu bar hún, þó undarlegt mætti virðast, festi úr mynstruðum perlum — sem virtust benda til einhverrar gamaldags tilfinningasemi, sem hvergi vottaði fyrir annars staðar. Við hlið hennar stóð kringluleit kona á svipuðum aldri, eftirvæntingarfull og illa greidd. Craddock var ekki í miklum vafa um að þetta væri Dóra Bunner, lagskona hennar, sem Legg lögregluþjónn hafði minnst á í skýrslu sinni og kallað „sveimhuga.“ Ungfrú Blacklock ávarpaði hann með þægilegri röddu menntaðrar konu: — Komið þér sælir, Craddock fulltrúi. Þetta er ungfrú Bunner, vinkona mín. Hún hjálpar mér við heimilisstjórnina. Gjörið svo vel að fá yður sæti. Þér viljið víst ekki reykja? — Nei, ekki þegar ég er í embættiserindum, ungfrú Blacklock. — Það var leiðinlegt. Craddock flýtti sér að renna æfðum augum um herbergið. Þetta var ósvikin viktoríönsk setustofa, í tvennu lagi. Tveir háir gluggar í öðrum helmingnum, útskotsgluggi í hinum ... stólar ... sófi... borð á miðju gólfi með chrysanthemum — önnur skál í glugganum — allt heldur snoturt þó það væri á engan hátt frumlegt. Það einasta sem ekki var í fullu samræmi við hitt, var lítill silfurvasi með dauðum fjólum á borðinu við bogadyrnar inn í hina stofuna. Þar sem hann gat ekki ímyndað sér að ungfrú Blacklock gæti sætt sig við að hafa dauð blóm inni hjá sér, skýrði hann það þannig að þetta væri það eina sem sýndi að eitthvað hefði komið fyrir til að trufla þetta reglusama húshald. — Mér skilst að þetta sé stofan, þar sem atburðurinn gerðist, ungfrú Blacklock? sagði hann. — Já. -— Þér hefðuð átt að sjá hana í gær, sagði ungfrú Bunner. Allt á rúi og stúi. Bæði litlu borðin á hliðinni, annað með brotinn fót —- fólkið rak sig alls staðar á í myrkrinu — og einhver hefur lagt frá sér logandi sígarettu og brennt eitt fallegasta húsgagnið. Fólk — einkum unga fólkið er svo kærulaust í þeim efnum . . . Það var heppni að ekkert brotn- aði af postulíninu . . . Ungfrú Blacklock greip fram í í mildum en ákveðnum tón: — Dóra, þetta eru hreinustu smámunir, þó manni geti gramizt þeir. Elg held það væri bezt að við svöruðum einungis spurningum Craddocks fulltrúa. — Þakka yður fyrir, ungfrú Blacklock. Ég mun brátt koma að því sem gerðist hér i gærkvöldi. En fyrst ætla ég að biðja yður um að segja mér hvar þér sáuð hinn látna — Rudi Scherz, fyrst. — Rudi Scherz? Ungfrú Blacklock virtist undrandi. Heitir hann það? Ég hélt að . . . jæja, það skiptir ekki máli. Ég hitti hann fyrst þegar ég var að verzla í Medenham Spa fyrir — við skulum nú sjá, fyrir um það bil þremur vikum. Við ungfrú Bunner og ég — fengum okkur hádegisverð 1 Royal Spa hótelinu. Þegar við vorum rétt að fara eftir matinn, heyrði ég að einhver ávarpaði mig með nafni. Það var þessi ungi maður, sem sagði: — Er þetta ekki ungfrú Blacklock? Síðan hélt hann áfram og sagði að sennilega myndi ég ekki eftir honum, en að hann væri sonur eiganda Hótel des Alpes í Montreaux, þar sem ég og systir mín höfðum dvalið í næstum heilt ár á stríðsárunum. —- Hotel des Alpes, Montreux, skrifaði Craddock í vasabókina sína. Könnuðust þér við hann, ungfrú Blacklock? — Néi, það gerði ég ekki. Satt að segja minntist ég þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hann fyrr. Þessir piltar í afgreiðslum hótelanna líta allir út eins. Okkur leið ákaflega vel í Montreux og eigandinn var sér- lega almennilegur við okkur, svo ég reyndi að vera ákaflega vingjarnleg við piltinn og spurði hvort hann kynni við sig í Englandi. Hann játaði því og sagði að faðir sinn hefði sent sig hingað til náms í hótelrekstri í sex mánuði. Það virtist ekkert óeðlilegt við það. — Og hvenær hittust þið svo aftur? 29 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.