Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 47

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 47
INNRÁSIN FRÁ MARZ Framhald af bls. 7 þutu tveir eða þrír fram úr honum! Bílstjórarnir kölluðu hver til annars: „Innrás! Inn- rás!“ Kaldhæðni forlaganna má það kallast, að rólegasta fólkið í öllum Bandaríkjunum var ein- mitt það sem eiginlega hefði átt að vera hræddast. Hér er átt við hjónin á bænum þar sem geimfar Marzbúa átti að hafa lent. Bóndinn var sofn- aður þegar konan hans settist við útvarpstækið og heyrði til- kýnninguna um ,,innrásina“. Hún vakti bónda sinn og hann smeygði sér í buxur og gekk út á hlað til þess að svipast um. „Þvættingur," sagði hann. Og svo fóru hjónin að sofa. Þegar fregnir fóru að berast af viðbrögðum hlustenda, urðu forstöðumenn Columbia út- varpsfélagsins, sem útvarpað hafði þættinum, skelfingu lostn- ir. Klukkan tíu um kvöldið var áætlað, að þátturinn hefði þá þegar kostað að minnsta kosti tuttugu manns lífið. Þegar Welles yfirgaf útvarpsstöðina, og áður en hann komst að því að slysafréttimar voru stór- ýktar, var hann farinn að líta á sjálfan sig sem einskonar fjöldamorðingja. En þegar menn tóku að stillast, kom á daginn, að enginn hafði til allrar hamingju farist í ringul- reiðinni og furðufáir meiðst. Þó fór svo, að fjöldi manna krafðist bóta af útvarpsfélag- inu fyrir líkamlegt og andlegt heilsutjón vegna „innrásarinn- ar“. Samtals námu bótakröf- urnar á sjöttu milljón króna! Upphæðin hefði eflaust orðið hærri, ef mörg fómardýranna liefðu ekki verið feimin við að játa, hvemig þau höfðu látið gabba sig. Engum, sem bótakröfu gerði, tókst þó að sanna sekt Welles og útvarpsfélagsins. Aðeins einn maður fékk það sem hann bað um. Hann skrifaði félaginu: „Mér fannst ráðlegast ;áð hypja mig að heiman. Svo, að ég keypti mér farmiða með járnbrautarlest fyrir þrjá doll- ara og tuttugu cent. Þegar ég var kominn sextíu mílur frá heimili mínu uppgötvaði ég, að þetta var bara leikur. Viljið þið nú vera svo vænir að senda mér eitt par af svörtum skóm, númer 44?“ Welles sá svo um, að maður- inn fékk skóna. Frá lögfræðilegu sjónarmiði var erfitt að klekkja á Welles fyrir þátt hans. Við lestur dag- skrár hafði skýrt verið tekið fram, að þátturinn væri byggð- ur á skáldsögu; og þrisvar sinnum meðan á flutningi hans stóð voru samskonar tilkynn- ingar lesnar. En þótt fórnarlömbin fengju enga umbun hjá dómstólunum, mega viðbrögð blaðanna hafa orðið þeim nokkur huggun. Þetta var frétt ársins og í rit- stjórnargreinum sínum réðust velflest blöðin harkalega á Welles fyrir að gera drjúgan hluta þjóðarinnar hálfsturlað- an af hræðslu. Talsverðar deilur risu um það í blöðunum, hvað valdið hefði hinum fáráðlegu við- brögðum almennings. Hvers- vegna í ósköpunum höfðu þús- undir manna reynst svona auð- trúa? Margar getgátur komu fram. Kunnur smádálkahöfundur rakti orsökina til hinnar „ó- trúlegu heimsku“ fórnar- lambanna. Republikanar vildu sumir hverjir kenna því um, hve menn væru orðnir tauga- veiklaðir undir stjórn Roose- velts. Sálfræðingur einn þóttist finna meinsemdina í „hinu kyn- ferðislega ástandi þjóðarinn- ar.“ Kollega hans gekk feti framar og sló því föstu, að fórnarlömbin væru sennileg- ast flest eða öll snælduvitlaus! En kommúnistablaðið Daily Worker taldi ástæðuna almenn- an stríðsótta, enda gerðist þetta eimun 35 dögum eftir hina alræmdu Miinchenráðstefnu. Orson Welles þóttist sjálfur geta skýrt fyrirbærið. I fyrsta lagi,'sagði hann, hafa margir það á tilfinningunni, að þeir séu ekki einir, að úti í geimn- um hrærist líka einhverskonar verur. 1 öðru lagi kenndi Welles því um, að Bandaríkjamenn 20. aldarinnar væru kjarkminni en forfeður þeirra, enda væru nú barnaæfintýrin gömlu og hroða- legu úr tízku. í gamla daga, ságði Welles, kynntust börnin álfum og ófreskjum í sögum sínum. Nú kannast enginn við álfa og ófreskjur — og þess- vegna varð fólk svona hrætt. Því er við að bæta, að þáttur Welles var snilldarlega saminn og fluttur. Um það voru allir sammála. Innrásarsagan var sögð í „fréttaformi", eins og þulirnir væru að lýsa raun- verulegum atburði. Að lokum er þess að geta, að það fyrntist fljótt yfir þetta. Orson Welles varð að sjálfsögðu frægur um öll Bandaríkin; þetta varð upphaf listferils hans. En kannski hefur hann grætt mest á þessu náunginn, sem skömmu eftir flutning þáttar- ins skrifaði Welles og útvarps- félaginu: „Jú, það var hálf- gerður beygur í mér meðan á flutningnum stóð. En ég tók þessu með karlmennsku, enda vissi ég, að hvort sem þetta væri satt eða logið, mundi það stytta líf tengdamömmu um að minnsta kosti tíu ár.“ — AL SILVERMAN BREFASAMB ÖND Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Miss Margaret Hattrick, 16 Craig- ton Road, Milngavie, Dun Barton- shire, Scotland, Miss Wendy Henn- essy, Mayfield Hostel, Arbroath Road, Dundee, Angus, Scotland, Mr. David Mc Dade, Creca Camp, Block Gis., Chapelcross, Annan, Dumfrieshire, Scotland. — Aðalgeir Egilsson, Máná og Baldur Bjartmarsson, Sandhólum (við stúlkur), Tjörnesi. — Kristjana Baldursdóttir, Ásta N. Magnúsdótt- ir, Vilborg Þórisdóttir, Alma Einars- dóttir, (við pilta eða stúlkur 15 —18 ára), allar á Alþýðuskólan- um á Eiðum, S.-Múlasýslu. — Erla B. Karlsdóttir (við pilta 16—18 ára), Háaholti 15 og Bjarnfríður Haraldsdóttir (við pilta 17—19 ára), Mánabraut 9, báðar á Akranesi — Elísabet Ásmundsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Auður Auðunsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Gréta Tryggva- dóttir, Sigríður Tómasdóttir, Sigrið- ur Jónsdóttir (við pilta 18—25 ára), allar í eldhúsinu á Skógaskóla, A- Eyjaf jöllum, Rang. — Jón Stein- þorsson (17 ára), Haukur íngólfsson (við stúlkur 17—19 ára), og Gísli Kristjánsson (við stúlkur 16—17 ára), allir á Hofsósi. — Þórður L. Ólafsson (-Við stúlku 17—19 ára), Hvanneyri, Borgarfirði. — Stefán Eyjólfsson, Jónas Jónsson 'og Krist- ján J. Jóhannesson (við stúlkur 17 —20 ára), allir á Bsendaskólanum á Hvanneyri. — Lilja Halldórsdóttir og Áslaug Árnadóttir (við pilta eða stúlkur 19—24 ára), báðar á Nes- vegi 57, Rvík — Hermann Þ. Guð- mundsson (við konu 30—47 ára), Bergstöðum, Bíldudal. — Engilbert Kolbeinsson (við stúlkur 16—19 ára), Auðnum, Vatnsleysuströnd, Gull. -— Ragnheiður Júlíusdóttir, Skogn- folkehogskule, Nord-Ttronderlag, Norge, og Björg Okstad, Skogn- folkehogskule, Nord-Tronderlag, Norge (báðar við pilta 18—20 ára), skrifa báðar á íslenzku. •. Svör við VEIZTL á blaðsíðu 7. Landafrœði: 1. Níl, Missisippi (ásamt Missouri) og Amazonfljót. 2. 71%. 3. Belgíska Kongo, Borneo, Brazilía, Columbía, Ecuador, Franska Kongó, Kenya, Somaliland, Sumatra og Ug- anda. Ópera: 4. La Boheme. 5. Lucia di Lammermoor. 6. Otello. 7. a) Tannháuser b) Parsifal c) Lohen- grin. 8. a) Rænda brúðurin b) Salome c) Meist- arasöngvararnir d) Aida (líka til i Brottnámið úr kvennabúrinu) e) La Gioconda. Goöafrœði: 9. Agamemnon. 10. Örlaganornirnar. 11. Þór. 12. Ragnarök. 13. a) Tý (Týsdagur), b) Óðni (Óðinsdag- ur), c) Þór (Þórsdagur) d) Freyju (Freyjudagur) e) Saturnusi. Saga: 14. Það hratt af stað borgarastyrjöldinni. 15. a) Loðvíks 13. b) Viktoríu drottningar c) Elizabetar I. d) Katrínar II. e) Hinriks 8. 16. Púnversku styrjaldirnar. 17. Aþenu. 18. Spörtu. Listir: 19. a) Grikkir sigruðu Persa. 23. Michelangelo. b) Norðmenn sigruðu Englend- 24. a) Hans Holbein b) Albrecht inSa- Dúrer c) Manet d) Georges c) Englendingar og Austurríkis- Seurat e) Filippo Lippi f) Rem- menn sigruðu Frakka og brandt g) Gunnlaug Scheving h) Mareel Duchamp i) Michel- angelo j) Daumier k) Velasqýez 1) Rembrandt. Bavara. d) Rússar sigruðu Svía. e) Englendingar og Hollending- ar sigruðu Frakka. f) Þjóðverjar sigruðu Frakka. Klassísk tónlist: g) Kristnir menn sigruðu Tyrki. 25. Níu. 20. Domremy. 26. Þeirri niundu. 21. Karl 7. 27. Sinfoni pastoral. 22. Oreans. 28. Sú þriðja — Eroicá^sinfó.-.ian. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.