Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 24

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 24
SÚNGURINN Páir gamansöngvar hafa náð jafn mik- illi hylli sem vísurnar um Þórð malakoff: Þótt deyi aðrir dánumenn. — Þær hafa nú verið sungnar við gleðskap Islendinga í 60 ár og viröist enn sem þær haldi velli. Það enr einkum embættismannaefni, stúdent- arnir, sem hafa látið sönginn hljóma, en auk þess aðrir lært hann og tekið undir. Þórður malakoff hefur orðið ævintýraper- sóna, sökum hinna sérkennilegu atburða, er knýttu minningu hans við læknanema og læknastétt landsins. Skal þá láta þér í té svolitla frásögn um þessa ævintýrapersónu. HINN 21. janúar 1904 lá fyrir bæjar- stjórn Reykjavíkur „erindi frá lækna- stúdentum um aðstoð bæjarstjórnar til að fá lík til uppskurðar til námsæfinga.“ Var nefnd kosin til athugana og framkvæmda í málinu. Þetta var ekki í fyrsta skipti að lækna- skólanemendur fóru á kreik í þessum er- indum. Þeir höfðu augun hjá sér og litu víða í kringum sig til fanga. Það kom fyr- ir, að þeir festu augun á heiðursmönnum, sem gengu um götur bæjarins, og kvökuðu með sjálfum sér: Fugl minn hinn litli, kemur þú ei senn, —- kemur þú ei senn? Þannig höfðu þeir einblínt árum saman á öðlinginn Sæfinn með sextán skó. En frægust er bið þeirra eftir fráfalli Þórðar malakoff. Þórður var gamall sjóari, ættaður úr Garðasókn, en fluttist á yngri árum til Reykjavíkur. Mátti á þeim árum segja um hann, eins og síðar var kveðið: „Hann elskaði þilför hann Þórður, og því komst hann ungur á flot.“ Þótti hann vaskleika maður, mikill vexti og sterkur, og lét ekki sinn hlut fyrir neinum, er á kraftana rejmdi. Fóru sögur af ýmsum afreksverk- um hans. Ein var sú, að hann hefði ein- hverju sinni borið 200 punda rúgmjölspoka hvíldarlaust frá Hafnarfirði til Reykjavík- ur og hlotið 2 krónur að launum. Þórður hneigðist snemma að drykkju og því meira, sem á leið. Á miðjum aldri tók hann að slá slöku við sjóinn, því „sjó- mennskan er ekkert grín.“ En hinsvegar bendir margt til þess, að hann hefði með sanni getað tekið sér í munn ljóðlínumar: Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur, ef öldurnar breyttust í vín. En öldurnar á Skagagrunni eða úti í Kollálnum voru hrollkaldar, og fjarri því, að þær minntu á suðrænar veigar. Og Þórður dró á land fyrir fullt og allt og tók að vinna fyrir sér með ýmsum viðvikum í bænum, fékkst meðal annars við vatns- burð. Vann hann einnig stund og stund við verzlanir bæjarins og sinnti ýmsum viðvikum við sjávarsíðuna. En þorstinn í hina sterku drykki magnaðist með ári hverju, og fór svo að lokum, að hann sinnti lítt vinnu, en hafði öll spjót úti til þsss að ná sér í löggina. Hann varð tíður gestur í krám bæjarins, þar sem staupa- sala var, og varð svo vel til fanga, að dög- um og jafnvel vikum saman reikaði hann um, án þess að af honum rynni. Um mat- föng hugsaði hann minna, þegar hér var komið sögu. Þó hafði hann þá venju að f?ra út í skúturnar, þegar bær komu úr túrum og biðja um tros. Skútumenn, sem áttu von á Þórði, geymdu oft fyrir hann þorskhausa, steinbÞ og keilu, en hann bar það heim í íveru sína. UM ÞÚRD MALAKOFF Gamall Reykvíkingur, sem nú er 82 ára að aldri, segir frá Þórði malakoff á þessa lund: „Ég hafði ekki önnur kynni af Þórði en þau, að á árunum 1888—’90 þegar ég var vikapiltur á Hótel Island, var hann tíður gestur á veitingastofunni gömlu í húsinu við Aðalstræti, sem kölluð var Svínastían. Þar var nær eingöngu selt brennivín og aðrir sterkir drykkir í staupum og blikk- málum. Þennan veitingastað sóttu aðallega irnir voru digrir og hendurnar stórar og maðurinn allur holdgóður og hinn hraust- legasti. Mér virtist Þórður vera meinleysismað- ur, þótt hann væri allsvakalegur á að líta. Aldrei sá ég hann eiga í ryskingum innan húss að fyrra bragði, að öðru leyti en því, að hann greip stundum uppvöðsluseggi, þegar þeir voru sem æstastir og setti þá niður við hlið sér eins og óþæga krakka, hélt þeim þar, unz þeir sefuðust. Og engan Hér er þáttur úr nýrri bók í nýstárlegu formi: Þúsund og ein nótt Reykjavíkur eftir Gunn- ar M. Magnúss. Porm frásagnarinnar gefur höfundi svigrúm til þess að draga saman ýmsa sundurleita þætti og tvinna þá í söguþráðinn. Meginþættirnir eru sjálf- stæðir, hver fyrir sig, en eiga þó að vera nauðsyn- legir drættir í mynd þess tíma, sem frá er sagt. — 1 bókinni er sest við hlið hinnar frómu konu, sem átti i sálarstríði i áratugi, — farið með gömlum Reykvíkingi um aldamótafjöruna, — gengið um Reykjavík á döguiri vatnsberanna (sem við birtum hér myndir af), •—■ dvalist á hinum fagra búgarði, sem borgin sækir að, skyggnst um í fylgsnum þeirra, sem sátu í launsátri og skutu örvum illmælgi að samborg- urunum, — litast um hjá bruggurum kynjalyfj- anna, — gengið á fund „hinnar syndlausu" og (i þeim kafla, sem VIKAN nú birtir) hlerað eftir viðskiptum læknanema og Þórðar malakoff. Fyrr en varir vikkar sögusviðið: gengið er á sjónarhól tímaskiptanna og framtíðarmaðurinn kemur fram í dagsljósið, ungur að árum, skáldið og stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein. Þá eru raktir þættir frá skólaárunum og úr félagslífi fjölmargra pilta, er síðan urðu forráðamenn þjóðarinnar, og fjölmargt birt, sem ekki hefur komið fram áður, m. a. kvæði Hannesar og Ein- ars Hjörleifssonar. Og loks eru í bókinni Verð- andi-mennirnir, skáldin, sem kveða sér hljóðs með nýjum tóni í bókmenntunum. Þúsund og ein nótt Reykjavíkur er gefin út af Iðunnar-útgáfunni. þeir menn, sem minnst gættu hófs í neyzlu áfengis. Þórður var mikill drykkjumaður, en aldrei sá ég hann svo drukkinn, að hann væri ekki nokkurn veginn ferðafær. Og mörg staupin og kvartpelana seldi ég Þórði meðan ég starfaði á hótelinu. Oft fékk hann líka aukastaup ókeypis fyrir að stilla til friðar, þegar ófriðarbliku dró á loft. Þótt nú séu liðin sjötíu ár, síðan þetta gerðist, er Þórður mér allyel minnisstæður vegna persónuleika hans og framferðis. Þórður var nokkuð stór vexti og afar þrekinn, en var um þessar mundir orðinn dálítið lotinn í herðum og sýndist því lægri á velli en raunveruleg líkamsstærð hans var. Hann var fremur höfuðstór og breiðleitur, andlitið fölleitt og hrukkulítið, en nokkuð þrútið vegna ofnautnar áfengis. Hár hans var skollitt og gráýrt og farið að þynnast mjög framan á höfði, en sítt í hnekka og fram með vöngum, en lýjulegt og illa hirt. Hálsinn var afargildur og miðlungi lang- ur, hendurnar breiðar, bringan hvelfd og björt, svo sem vel mátti sjá, því skyrtan var venjulega óhneppt að ofan. Handlegg- vissi ég svo djarfan, að hann sýndi Þórði mótþróa. Það var eins og það væri sjálf- sagt að hlýða heljarmenninu. Klæðaburður Þórðar var mjög fábrot- inn: vaðmálsjakki og buxur, og oftast var hann vestislaus, en stundum í prjónapeysu undir jakkanum. Fötin voru bæði snjáð og velkt. Hann bar jafnan hattkúf með mjó- um börðum, og voru börðin alltaf brett niður, svo að þau féllu niður fyrir eyru. Hatturinn var ærið fornlegur. Þórður gekk alltaf álútur og þrammaði sína leið með hægum skrefum eins og hon- um lægi ekki mikið á að komast á leiðar- enda.“ Svo segir Ágúst Jósefsson frá, og ber honum saman við aðra, er enn muna Þórð og hafa lýst honum. Tvennum sögum fer af auknefni Þórð- ar. Hann var fyrst kallaður alamala, og nefna sumir það til, að hann hafi fengið nafnið af því að mala kaffi fyrir verzlanir í bænum. En að hann hlaut nafnið mala- koff var af öðrum rótum runnið. Uti í Danmörku var um þessar mundir í tízku dægurvísa, er hófst á þessari ljóðlínu: — Malabroch er död í Krigen. En Malabroch mun hafa verið hershöfð- 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.