Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 27

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 27
GARMURINN HANN GISSUR aissur: Ég held ég fái mér svolítinn blund með- Rasmína: Geturðu ekki tekið þér eitthvað þarf- an Rasmína sefur. ara fyrir hendur, letinginn þinn. Vaknaðu undir Gissur: En þú blundaðir Gissur: Rasmína verður álveg æf, ef ég legg mig á daginn, Gissur: Ég veit hvemig ég get leikið á þau bœðí. sjálf, Rasmína. en þegar letinginn hann bróðir hennar gerir það, þá er öðru Ég œtla að fœra Bimma i sk&na mina. Rasmína: Þú skalt ekki máli að gegna. dirfast að hálda því fram. Ég var bara að siappa af. G-issur: Það er svosem ekki hœtta á að ég veki þessa svefnpurku. Hann mundi ekki vakna við jarðskjálfta. Rasmína: Nú, já — og ég sem var búin Rasmína: Ég veit hvað iögreglan gerir við umrenning- að gefa þessti kvikindi síðustu aðvörunina. ana, sem sofa á beklcjum í álmenningsgörðunum. Ég skal svei mér kenna honum að sofa ekki um hábjartan daginn. Rasmína: Upp með þig, letinginn þinn'. Það skál eng- inn komast upp með að sofa í þessu húsi um miðjan daginn. Bimmi: Æ, fóturinn á mér! Rasmína: Bimmi, ert þetta þút Æ, fyrirgefðu góði'. Ég hélt þetta vœri einhver annar. Rasmína: Ég skil ekki hvernig stendur á því að mér skjátlaðist svona. Gissur: Það er þessum slöttólfi mátulegt fyrir að ganga i skónum minum. 26 VIKAN Halló krakkar! Heims um ból... Prestinum og kennaranum kom saman um aö hinn fullkomni jólasálmur heföi ekki enn verið saminn Kallinn stalst út í skóg að ná sér í jólatré. Hann hélt að eng- inn sæi til sín. En skógarverð- irnir fylgdust raunar með ferð- um hans. Getið þið fundið þá? EF þú hefðir lifað fyrir 400 árum eða fyrr og fárið til kirkju á jólunum, hefðirðu ekki fengið að taka þátt í söngnum! Það er að segja: þú hefðir því aðeins mátt syngja ef þú hefðir verið prestur eða meðlimur í einhverjum kórnum sem prestamir höfðu um þessar mundir. Það var Luther sem fyrst og fremst beitti sér fyrir þvf, að breyting varð á þessu. Hann fœddist í Þýzkalandi árið 1483. Luther var mjög músíkalskur. Hann lék á flautu og lútu og var gæddur ágætri söngrödd. Mest söng hann um jólin. Þá fór hann í „söng- för“ með vinum sínum til nágrannaþorpanna, og þeir sungu jólasálma fyrir fólkið. Það sem þeim áskotnaðist fyrir sönginn, gáfu þeir fátækum. ■ Seinna komst Luther að þeirri niðurstöðu, að fólkið yrði að fá að „tala við guð með söng sin- um.“ Fram að þeim tima höfðu menn fengið að heyra lítið annað en latínu í kirkjum sinum, en latínu skildu auðvitað sárafáir. Þarna olli Luther byltingu. Fólkið fór að syngja guði dýrð á sinu eigin máli, og frá Þýzkalandi breiddist þessi siður út um alla Evrópu. Tuttugu árum eftir að Luther lét til skarar skriða, var búið að gefa út á annað hundrað sálmabókaút- gáfur. Nú þegar jólin nálgast, á maður líka bágt með að trúa því, að sálmurinn, sem innan nokkurra daga mun hljóma um allan heim — Heims um ból — átti erfitt uppdráttar, þó að tónskáldið og höfundur textans væru sannfærðir um, að þeim hefði tekist að skapa nærri því fullkominn jöla- sálm. Austurrískur prestur að nafni Joseph Mohr orti sálminn, og barnakennarinn í þorpinu, Franz Griiber, samdi lagið, en það var orgelsmiður, sem enginn veit nú hvað heitir, sem átti mestan þátt í því, að sálmurinn varð eign allrar veraldar. Þetta atvikaðist svona: i Hátt uppi i austurrísku Ölpunum urðu prest- urinn og orgelleikari hans ásáttir um, að mikið j vantaði á, að hinn fullkomni jólasálmur hefði enn verið saminn. Á aðfangadagskvöld árið 1818 sat presturinn í vinnustofu sinni og var eflaust að hugsa um guðsþjónustuna sem fyrir höndum var daginn eftir. Þetta var yndisfagurt kvöld, kyrt og hljótt, og það glampaði á snjóinn og fjallstindana í tungl- skininu. Og í huga prestsins fengu þessi orð vængi: EITT af stærstu flugfélögum veraldar -— Pan American — átti í ár þrjátíu ára afmæli. Hér getur að líta fyi-stu vél þess og svo þá nýj- ustu, sem nú er í smíðum. Þegar félagið var stofnað, var lengd loftleiða þess 90 mílur; í ár voru þær samtals 66,700 mílur. Árið 1928 flutti Pan American 1200 farþega; síðastliðið ár var tala farþeganna 2,592,000. Starfsmenn félagsins voru í upphafi sjö talsins; nú eru þeir 22,000. Það flaug við stofnun í einu landi; nú fljúga flug- vélar þess til 82 landa. Fyrirtækið G. Helgason & Melsted fer með umboð Pan American hér- lendis. Heims um ból helg eru jól. Signuð mœr son guðs ól. .. Versin urðu fjögur hjá séra Mohr, og þegar hann var búinn að festa þau á pappirinn, hljóp hann út og heim til barnakennarans og sá góði maður settist umsvifalaust við orgelið og stóð ekki upp fyrr en hann var búinn að semja þetta undurfagra lag sem við öll kunnum. Sálmurinn var sunginn í litlu þorpskirkjunni daginn eftir, en eftir það mátti heita að hann væri nærri því gleymdur. Dag einn kom orgelsmiður til þorpsins til þess að gera við kirkjuorgelið, og þegar viðgerðinni var lokið, bað hann Grtiber kennara og organista að leika eitthvað í tilraunaskyni. (iriiber lék Heims um ból og orgelsmiðurinn bað hann að gefa sér eintak. Þegar heim kom, kynnti hinn nafnlausi orgelsmiður sálminn fyrir Strasser kvartetinum svokallaða, sem frægur var í þá daga. Kvartetinn byrjaði að syngja hann, og þar með var hafin sigurför hans um gjörvallan heim. VTKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.