Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 23

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 23
FYRR MYNDIN hér fyrir ofan er af jólum á gömlum sveitabæ. Heimilisfólkið hefur safnazt saman kringum dúkað jólaborðið. Fremst á myndinni sést diskur með laufabrauði. Með nýjum siðum hefur smekkur manna breyzt hér á landi. Meðfylgjandi ljóð sýna hvaða matur Islending- um hefur þótt beztur hér áður fyrr og hvað kallaður var hátíðamatur á þeim tíma. Þegar menn fóru að yrkja um himnaríki og vistina þar efuðust þeir auðvitað ekki um að þar væri á boð- stólum bezti matur sem þeir gátu hugsað sér. Um matarræðið í Himnariki orkti síra Sigurður i Prest- hólum: Utvöldum guðs svo geðjast geð gestaboð er til reitt, kláravín, feiti og mergur með mun þar til rétta veitt, soddan veizlu vér sitjum að sælir um eilíf ár. o. s. frv. OG NÚ Amyndinni til hægri er dúkað veizluborð, skreytt gljáandi borðrenningi, jólatré á miðju borði og kertum í silfur stjökum, en allt er þetta sigilt skraut á jólaborð. Matseðillinn gæti verið eitthvað á þessa leið, þ. e. a. s. ef ekkert er til sparað og gestirnir eru miklir matmenn. O UPPBÖKUÐ BRÚNSÚPA Gott er að bæta svosem einni skeið af mateira út í upp- bakaða brúnsúpu til bragðbætis og hafa harðsoðnar eggja- sneiðar í henni. o FISKUR OG RÆKJUR I SKELJUM Fiskinum og rækjunum er blandað út í jafning, það látið í skeljar, brauðmylsnu stráð yfir og bakað í ofni. 1 stað skelja má nota eldfastar litlar skálar. o IIAMBORGARHRYGGUR MEÐ BRÚNUÐUM KARTÖFLUM OG GRÆNMETI Hamborgarhryggurinn er beztur ef ausið er yfir hann rauð- víni í ofninum. o PÖNNUKÖKUR MEÐ tS EÐA ÁVAXTASALATl Þegar ís er hafður innan í pönnukökum þarf helzt að stinga þeim innpölckuðum aftur inn í ískápinn eftir að isinn er lát- inn í. - H E IIU I LI Ð - RITSTJÓRI: ELlN PALMADÓTTIR Lögbókarvisur eftir HaJlgrím Pétursson Kóngarnir drekka kryddað vín, krásir drotningar taka til sín biskupar súpu sæta, lénsherrar brau'öi lifa á, lögmenn vilja skattinn fá grjónannu grautinn mœta, sýslumenn éta fleskin forn, fá sér hreppstjórar hákarlskorn, bœndurnir skötu harða, prestarnir bjór og brennivín, — á blám kútum þurka skeggin sín — húsgangar ísu harða. Ferðamenn éta fisk og smér, flot og kjöt ríkir geyma sér, böðlarnir blóðmör snœða, börnin riklinginn brytja sér, bjúgu og sperðla þjófarner, svanga menn sölin fœða, yngisfólk flautir eta kann, aldraðir þiggja mjólksopann, stafkörlum strjúg skal senda, tannlausum soðinn sundmagann, sjómönnum kútmaga lifraðan. Er svo „Lögbók“ á enda. Gamalt matarkvœði (sennilega um 200 ára gamalt) Kvöldskatt fékk ég, kœr og þekk kona gekk um beina, magáls þekkja mundi ég smekk, má því ekki leyna. Efst lá kaka eins og þak, sem eldsins bakan herti, borðið spraka meður mak í munn ég rak og herti. Af barni rollu bringukoU baugs lét tolla lína á mínum bolla mœt og holl, mátti ég hrolli týna. Lángur þar hjá leggur var, laukinn bar hann gæða, bónda skar ég bitann snar, blessun var að snœða. Hákarls sniðið hafði kvið hrundin iðu glansa, lagði hann niður á leirfatið lá mér við að stanza. Stykki hér með hryggjar er huppskeið skert ’ún mundi flot og smérið baugsól ber blossa hvera þundi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.