Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 32

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 32
Neil Blair er atvinnulaus blaða- maður. Gamall vinur úr henium, þekktur kvikmyndastjóri, býður honum starf og sendir hann ásamt kvikmyndatökumanninum Æ áTjfr Joe Wesson, í skíðaskála | ^ suður í ítölsku Ölpunum. Þangað kemur hann undir því yfirskini að hann sé að skrifa kvikmyndahandrit, en í rauninni á hann aðeins að fylgjast með öllu sém gerizt í skálanum og gestun- um þar og láta Engles vita. Auk þess hefur hann fengið mynd af stúlku, sem hann á að svipast um eftir. í skálann koma þrír gestir um svipað leyti og hann, þeir Val- dini, Gilbert Mayne og Grikkinn Keramikos. Auk þess hefur Neil hitt Forelli greifafrú, sem hann þykist þekkja af myndinni. Dag- inn eftir að hann kemur er skíða- skálinn boðinn upp. Feneyskur lög- fræðingur á hæsta boð. — Blair kemst að því að Keramikos hefur óhreint mél í pokahominu og er í sambandi við ókunnan mann, sem virðist staðráðinn í að komast yfir skálann. Næsta dag stingur Gilbert Mayne upp á því, að Blair fari með honum á skíði. Hann jánkar eftir nokkurt hik — og er það nærri búið að kosta hann lífið. > EG stappaði fótunum varlega niður til þess að koma blóðrásinni á hreyfingu. Meðan ég var að þessu, byrjaði ég að hugsa um hvað ég ætti að gera. Hvar var Mayne? Það var eflaust auð- veldast að fara niður til Carbonin. Ef ég héldi áfram niður á við, ætti ég að komast í skarðið. En átti ég að gera það? Allsstaðar í kringum mig var fjöldinn allur af hæðum. Slóð Maynes hafði með öllu máðst út. Það var mikið snjófok. Mayne hafði eflaust farið með mig einhverja fá- fama leið. Ef ég færi niður með dalnum, gæti verið að ég væri bara að fara enn lengra inn í öræfin. Og ef ég nú kæmist að skarðinu? Mayne hafði sagt að það væri þröngt — svo þröngt, að maður gæti ekki villzt þar. Ef hann biði nú í skarðinu? Hann myndi bíða lengi. Hann vildi rera viss. Ég leit í kringum mig. Vel gat verið að hann væri rétt hjá mér og biði eftir höggstað 4 mér. Ég mundi hvað Keramikos hafði sagt um hann. SKfBASKUIH í ÖLPUNUM EFTIR HAMMOND INNES Þegar ég leit í kringum mig, skipti skyndilega um átt. Vindurinn kom ofan af jöklinum. Það var eins og gluggatjöld væru dregin frá. Ég sá í fjarska svarta tinda. Eg sá nú greinilega hæðirnar í kringum mig. Framundan tók við jökull. En það var ekki Cristallojökullinn, sem við höfðum farið yfir miklu hærra uppi, heldur annar minni jökull. Maður sá greinilega jökul- urðina standa upp úr snjónum. Ég kom ekki auga á neitt skarð. Ég kom heldur ekki auga á Mayne. Ég var viss um, að hann hefði farið með mig einhverja fáfarna leið. Ég gekk í skugga um þetta seinna, þegar ég fékk tækifæri til þess að líta á kort. Jökullinn, sem ég sá, var jökullinn undir Cristallino fjallinu. Þegar við höfðum farið yfir Cristallojökulinn, hafði Mayne beygt til hægri, en ekki í áttina að Carbonin skarðinu. Það var hin snögga veðurbreyting, sem réði ferð minni, og bjargaði reyndar lífi mínu. Ef ekki hefði skipt um átt hefði ég farið niður á Cristallinojökulinn. Og þar hefði ég verið þangað til yfir lauk. En nú sá ég, að það var aðeins eitt að gera. Fara aftur upp á Cristallojökulinn, yfir skarðið og niður til Col da Varda, þar sem ég hafði komið. Þetta var hrollvekjandi ákvörðun, því að ég þurfti þá að klífa langan spöl. Og ef það tæki að snjóa á ný og ég villtist, var engin von. En ég vissi samt, að þarna var leiðin, og ef til vill gæti ég áttað mig eitthvað á staðháttum. En ef ég héldi áfram væri það óðs manns æði, og ef til vill rækist ég þá á Mayne. Og enda þótt mig hefði heldur langað til þess að fara niður á við, þá þorði ég það ekki, vegna þess að ég átti á hættu að rekast á hann. Hann var of góð- ur skíðamaður. Ég gæti ekkert gert. Þessvegna sneri ég við aftur upp brekkuna, sem ég hafði komið niður á svo mikilli ferð. Ég var tvo klukkutíma að klífa brekkuna. Ég varð að fara mér hægt, og stanzaði oft. Ég varð að fara skáhallt upp brekkuna. Klukkan var orðin tvö, þegar ég komst upp brekkuna og leit niður á skýjahaf, þar sem einstaka tindur stóð upp úr. Tindarnir voru berir, en snjórinn lá eins og hvít svunta í kringum þá. Ég ætla ekki að segja ítarlega frá ferðinni. Stundum stóð ég þó og studdist við stafinn, viss um að ég kæmist ekki feti lengra. Það þurfti mikið viljaþrek til þess að halda sér uppréttum. Mig langaði til þess að hvíla mig og sofna. Einu sinni var ég óvarkár og féll. Ég hafði varla kraft i mér til þess að rísa á fætur aftur. Og því hærra sem ég komst, því þreyttari varð ég vegna hins þunna lofts. Jökullinn var óendanlegur. Tvisvar sinnum kom snjórinn eins og grá slæða ofan af Monte Cristallo. En svo létti aftur til. Það var ekki bratt hérna. En það var erfitt að draga skíðin áfram. Ég notaði stafina. En ég hafði enga krafta í handleggjunum. Vindurinn skarst í gegn- um vot fötin og þau frusu, svo að ég varð allur stífur. Loksins kom ég að þeim stað, þar sem grjótið tók við og tók af mér skíðin. Þau voru ógur- lega þung. Þau skárust inn í axlirnar á mér, svo að ég rétt gat staulazt áfram. Loksins var ég kominn efst í skarðið. Loft- ið var móðukent og svalt. Popena tindurinn gnæfði yfir höfði mér, kaldur og svartur, og alls staðar gat að líta óhugnanlegar sprungur í ísn- um. Vindurinn kom neðan frá Col da Varda og þyrlaði up snjónum í kringum mig. Það var allt eins og það hafði verið áður, nema hvað Mayne var ekki með mér. Ég staulaðist frá einum klettinum til annars, þangað til ég stóð á barmi skálarinnar, sem við höfðum komið upp eftir. Ég stakk skíðunum í skafl og horfði kvíðinn niður eftir hlíðinni. Ég sá enn förin eftir okkur niðri í hlíðinni, þverrákir í hvitum snjónum. Förin voru ógreinileg og hálf- hulin snjó. En ég gat enn greint þau. Þau voru eins og vegvísir. Ég setti á mig skíðin og byrjaði hægt og hægt að fikra mig niður brekkuna. Ég fór skáhallt niður til þess að ég kæmist ekki á of mikla ferð. Ég einblíndi niður fyrir mig. Öðru hverju freist- aðist ég til þess að líta á slóðina fyrir neðan mig. Mér lá við yfirliði og varð máttlaus í hnján- um og skalf allur. Ég þorði ekki að halda áfram af einskærri hræðslu. Ég var tíu mínútur að ná mér. Síðan hélt ég af stað aftur. Eftir þetta leit ég ekki af skíðunum. En ég hafði það af. Og það var mikill léttir að HIJGDETTKJR ÞAÐ er alveg ástæðulaust fyrir vísinda- menn að vera hreyknir þó að þeim liafi tekist að finna upp nýjar eldflaugar til þess að drepa menn. Örlitlir sýklar, sem ekki hafa agnarögn af heila, lcika sér að þessu. ÞEGAR við erum tuttuga ára, stendur okkur á sama hvað fólk liugsar um okkur. Þegar við stöndum á þrítugu, höfum við á- liyggjur af því hvað fólk hugsar um oltkur. Og þegar við verðum fertug, rennur það loks upp fyrir okkur, að fólk hefur bara haft um allt annað að hugsa on okkur. SÉRFRÆÐINGUR er maður, sem veit á- kaflega mikið um ákaflcga lítið og lieldur áfram að vita meira og meira um minna og minna, uns hann að lokum veit nærri því allt um næstum því ekki neitt. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.