Vikan


Vikan - 19.12.1957, Side 37

Vikan - 19.12.1957, Side 37
hún dauðahaldi í hann og svo var henni sleppt jafn snögglega svo hún stóð aftur í fæturna. Harrison sneri henni við og sagði: — Þetta er uppbót fyrir það sem þú misstir af hjá kapteininum. Hann ýtti laust á öxlina á henni. — Farðu nú í bólið. Rilla hljóp yfir hlaðið og inn í húsið. Hún reif sig úr fötunum, án þess að kveikja ljósið og þreifaði sig inn undir flugnanetið. Svo lá hún í myrkrinu með galopin augun og kreppta hnefana. Hún heyrði að Harrison kom inn eftir ganginum og framhjá hurðinni hennar. Meðan hann var að bursta í sér tennum- ar inni í baðherberginu, raulaði hann slitr- ótt Stðasta rós sumarsins. Hann kom út úr baðherberginu og svefnherbergishurðin hans skall aftur. I gegnum hana heyrði Rilla samt dauft hljóð, þegar hann spark- aði af sér ilskónum og snögg mótmæli í rúminu, þegar hann velti sér upp í það. Hjartslátturinn minnkaði og hún fann hvernig suðið í cicadasflugunum og ilmur- inn af oleanderrunnunum smugu inn í herbergið. Brátt var hún sofnuð. * Rilla sat við morgunverðarborðið. Hún heyrði að hann kom inn eftir ganginum. Hann settist á móti henni og studdi hök- unni á hnúana. Rilla leit snöggt framan í hann og síðan í aðra átt. — Rilla, sagði hann og ávarpaði hana nú í fyrsta skipti með fornafni. — Ég vona að þú látir ekki jafn mikla smámuni og einn koss hafa áhrif á þig. — Það hefur ekki haft nokkur áhrif á mig, svaraði hún og horfði niður á disk- inn sinn. — Fyrirtak. Þetta verkefni héma er mjög mikilvægt. Harrison leit til hliðar og sá hvar Ali skreið aftur á bak í áttina til dyranna. Hann hélt á krukku í annarri hendi og bursta í hinni — Hvað ertu að gera, Ali? Ali leit brosandi um öxl. — Ungfrúin segir að ég eigi að draga hvíta línu þvert yfir húsið. Hún segir .... Rilla reyndi að dreypa á kaffinu sínu, eins og ekkert væri. — Það er ný tilhögun, Harrison. Hún bandaði frá sér með hend- inni, fyrst til 'hægri, svo til vinstri. — Þinn helmingur — minn helmingur. Þá verðum við ekki hvort fyrir öðru. Bað- herbergið er hlutlaust svæði, flýtti hún sér að bæta við. Sá sem er á undan að ná í það, hefur það. Með þessu móti .... Harrison reis á fætur og velti stólnum um. — Heyrðu nú . . . . Hann kom í kring- um borðið. — Strikið, sagði Rilla og lagði á flótta — Fari strikið norður og niður. Ég samþykki þetta aldrei. Þú ert hingað kom- in til að sjá um skrifstofuhaldið, ekki til að skipuleggja lífsvenjur mínar. — Ég er hrædd um að ég verði að leggja mikla áherzlu á þetta. — Ertu hrædd við mig? — Hér er ekki um það að ræða. — Það er einmitt það sem hér er um að ræða. Þú vilt setja upp gaddavírsgirð- ingu um allt húsið, aðeins af því að þú hefur einu sir.ni verið kysst. Síðan þú komst hingað, hefurðu tiplað hér um eins og sunnudagsskólakennari, gert lítið úr mér við þjónustufólkið og sagt Ali að ég sé ruddi. Og svo hleypurð'u í burtu með öðru eins sníkjudýri og La Salle. — Eg skal játa að mér — mér mis- sást um La Salle kaptein. — Þegiðu! — Já, sagði Rilla vesældarlega. —- Og nú skal ég segja þér eitt. — Ég er fús til að sýna fulla tillitsemi, sagði Rilla og reyndi að tala í léttum, skilningsríkum tón. — Þú þarft hvorki að sýna eitt eða neitt. Ef þú getur ekki treyst sjálfri þér, án þess að draga strik alls staðar, þá er þetta ekki rétti staðurinn fyrir þig. Nú ferð þú aftur inn í herbergið þitt, pakkar öllu þessu fína dóti * þínu niður og hypjar þig héðan með flugvélinni um hádegið. — Því neita ég algerlega. — Þú átt ekki um neitt að velja. Hér er það ég sem ræð. Þú ferð! — Þú hefur engan rétt til að senda mig í burtu. — Hef ég engan rétt til þess. Hver heldurðu .... — Viltu hætta að æpa svona! Ég er ekki heyrnarlaus. — Ég æpi eins mikið og mig langar til í mínu eigin húsi. — Ekki hérna megin við strikið. Harrison stikaði tvisvar sinnum þvert yfir strikið. — Svona! sagði hann. Enginn dregur strik í kringum mig. Svo kom hann í áttina til Rillu. — Strikið, kallaði Rilla með ákafa. fram éftir ganginum. — Fari strikið norður og niður, sagði Harrison og elti hana. Rilla flúði inn í herbergið sitt. Harri- son barði í hurðina. — Jæja, byrjaðu að láta niður! — Það geri ég ekki, hrópaði Rilla. Og farðu í burtu. — Ef þú pakkar ekki niður sjálf, þá geri ég það fyrir þig, sagði Harrison. Hann lyfti fætinum og sparkaði í læs- inguna. — Hættu þessu! hrópaði Rilla. Harrison gekk tvö skref aftur á bak. — Ætlarðu þá að pakka niður? — Svo sannarlega ekki! Hann kastaði sér framávið og lét herð- arnar ganga á undan. Það heyrðust brak og brestir og hurðin féll inn á við. Rilla stóð við snyrtiborðið með hárbursta í upp- reiddri hendinni. Nasavængir hennar titr- uðu. — Út með þig! æpti hún og fleygði burstanum. Harrison vélt sér undan og hélt áfram inn. Speglar, greiður og kremkrukkur komu fljúgandi á móti honum með æðis- gengnum hraða. Harrison hélt áfram ferð- inni gegnum skothríðina. Loks sprakk púðurdós á bringunni á honum. Um það leyti sem púðurkornin höfðu sezt, var hann kominn að henni og hélt handleggjunum á henni föstum upp við vegginn. — Rudd- inn þinn! æpti hún. Harrison átti auðvelt með að halda henni kyrri, þótt hún berðist um þangað til hún var uppgefin. Loksins hallaðist hún í LÉTTARI TÚN MAÐIJR nokkur í Florída skrifaði verzlun í New York og pantaði loftvog. Þegar hann tók utan af henni, uppgötvaði hann, að hún var stillt á ,,Fárviðri.“ Hann hristi hana, en árangurslaust. Hann hengdi hana upp á vegg og bankaði í hana — og enn árangurslaust. Hann skrifaði verzluninni duglegt skamm- arbréf og fór með það niður á pósthús. Þegw hann kom til baka var húsið hans fokið út í buskann. MAÐURINN var kominn í skólann til þess að flytja bindindisræðu yfir litlu börn- unum. Hann sýndi þeim einkar athyglisverða tilraun. Hann hellti vatni í glas og lét maðk ofan í það. Maðkurinn spriklaði fjörlega. Þá lémagna upp að honum og snökti af reiðL — Villiköttur! sagði hann og lyfti undir hökuna á henni. — Gerðu þetta ekki, hvæsti Rilla milli samanbitinna tannanna. — Þú sagðir að ég væri ruddi. Harri- son kyssti hana. Rilla barðist um og fann gegnum skyrt- una hans að vöðvarnir voru harðir eins og stál. — Slepptu mér! Harrison sleppti henni. Hann virtist allt í einu vera orðinn rólegur og alvar- legur á svip. Hann leit út í sólskinið og síðan aftur á hana. Svo burstaði hann púðrið framan úr skyrtunni sinni og bar fingurna upp að nefinu til að lykta af því. — Hvað segirðu um það, Rilla ? spurði hann eíns og úti á þekju. Rilla gaf honum hornauga. — Um hvað? — Að þú og ég . . . Hann studdi hend- inni á vegginn og brosti óskammfeilnis- lega niður til hennar. Rilla rak upp stór augu. — Ertu að biðja mín, Harrison? — Já, einmitt, svaraði hann ofur ró- lega. Þú ætlast þó ekki til þess að ég leggist á hnén eins og kameldýr? — Ég hata þig. — Ég hata þig líka. Hann tók hana upp og sér til mikillar furðu fann Rilla að hún streittist ekki á móti. Skömmu seinna sagði Harrison: — Við eigum sann- arlega skemmtilegt líf fyrir höndum. Handleggirnir á Rillu voru vafðir um hálsinn á honum og hárið á henni lá út- breitt á öxlinni á honum. — Harrison, ég krefst þess að þú kvænist mér undir eins. Strax í dag. Ég vil eklti lenda í meiri brösum með þig. — Allt í lagi. — Núna! Á stundinni sagði Rilla ákveðin. Harrison sleppti henni og kyssti á nefið á henni. Allt í lagi, sagði hann aftur. Ég ætla að fara og sækja jeppann. Svo getum við gert eitthvað í því. Þegar hann kom inn eftir- ganginum, stóð Ali þar og brosti framan í hann. — Sagði ég þér ekki, herra Harrison? Ég sagði þér að hún væri alveg vitlaus í þér. — Steinþegiðu! sagði Harrison og sló laust á kollinn á honum. Eftir skamma stund heyrði Rilla að jeppinn renndi upp að dyrunum. Hún greip púðurkvastann upp af gólfinu og klappaði honum í flýti á nefið á sér. * næstu andrá var hún á hlaupum út eftir ganginum. — Sagði ég þér ekki að það væri góð hugmynd að_ draga línu, ungfrú Edwards? sagði Ali. Ég sagði þér að það mundi gera herra Harrison ægilega reiðan. — Þegiðu, Ali, sagði Rilla reiðilega og hljóp áfram út í sólskinið. flutti hann maðkinn í glas, sem gini hafði verið hellt í, og sjá, maðkgreyið gaf upp önd- ina. „Jæja, börnin góð,“ sagði maðurinn að lok- um, „hvaða ályktun er nú hægt að draga af þessu?“ Það varð löng þögn. En loks rétti lítill hnokki upp hendina: „Jú, ef maður drekkur nógu mikið af gini, þá verður maður ekki ormaveikur.“ ALVEG hræðilega afbrýðisöm kona þóttist geta haft hemil á manninum sínum með því að athuga fötin hans á kvöldin. Og tæk- ist henni að finna þó að ekki væri nema eitt grunsamlegt hár á jakkanum hans, ætlaði allt af göflunum að ganga. Eitt kvöldið fann hún ekkert. En þá gerði v>" ’'"r" i'ti*! fvrir, fór að hágráta og sagði: „Nú ertu jafnvel farinn að daðra við s’-J'U 'ttar.“ VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.