Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 11
eftir
<e
i ■
dansa opinberlega. Foreldrar mínir höfðu óskað sér drengs í
þetta skipti, en ég held þau hafi samt ekki orðið allt of von-
svikin þegar ég kom í staðinn. Þau skírðu mig Frances —
Frances Gumm.
Þegar ég var þriggja ára, heimtaði ég að fá að troða upp
eins og systur mínar. Og kvöld nokkurt bar pabbi mig út á leik-
sviðið, þar sem ég söng „Jingle Bells“, sem var eina lagið
sem ég kunni. Ég varð að endurtaka það fimm sinnum! Svo
bar pabbi mig út af sviðinu. En upp frá því var ég orðin „söng-
kona“.
Upp úr þessu skiptum við liði. Mamma og pabbi tróðu upp
ein og við systurnar höfðum sérstakan söng- og dansþátt. Þegar
mamma og pabbi voru á sviðinu, sátum við stúlkurnar meðal
áhorfenda og klöppuðu eins og við gátum. Og þegar okkar þátt-
ur byrjaði, voru þau mamma og pabbi komin niður í salinn
og klöppuðu eins og þau gátu.
Hafi ég einhverja hæfileika, þá eru þeir meðfæddir. Enginn
sagði mér hvað ég ætti að gera á leiksviðinu. Þetta kom af
sjálfu sér. Enn þann dag í dag þekki ég ekki nóturnar.
En þessi „menntunarskortur" minn hafði í för með sér
sterka minnimáttarkennd, sem hefur fylgt mér fram á þennan
dag. Mig vantaði öryggistilfinningu. Eg gat aldrei verið viss
um, að ég bæri mig rétt að — og er, það ekki ennþá. Sem
kvikmyndaleikkona hafði ég ekki hugmynd um, hvernig ég stóð
mig, fyrr en myndatökunni var lokið og ég gat séð árangur-
inn á sýningartjaldinu. Þegar ég kom fram í Palace leikhúsinu
í New York fyrir fimm árum, kann að vera að áheyrendum
hafi sýnst ég vera örugg og ákveðin. En það var eitthvað ann-
að. Mér leið hörmulega. Ég var sannfærð um, að ég kæmi ekki
upp einu einasta hljóði, sannfærð um að enginn kærði sig
um að hlusta á mig, sannfærð um að ég væri búin að vera sem
söng- og leikkona, eins og svo margir höfðu fullyrt.
Ég get bætt því við, að þegar fagnaðarlætin byrjuðu, lang-
aði mig mest af öllu að fara að skæla og faðma fólkið að mér
niðri í salnum og syngja fyrir það til eilífðar.
Árið 1927 keypti pabbi leikhús í Lancaster í Californíu. Á
leiðinni vestur efndum við til skemmtana í hverjum krók, sem
státaði af samkomuhúsi. Þetta voru ógleymanlegir dagar. Við
vorum öll í svo skínandi góðu skapi. Framtíðin brosti við okk-
ur. Þar sem ég var minnst okkar systra, stóð ég í miðið þeg-
ar við sungum. Þegar mgr fannst þær ekki nógu fjörugar, átti
ég það til að kitla þær eða klípa í miðjum söngnum. Stundum
setti að okkur svo mikinn hlátur, að við urðum að flýja út af
leiksviðinu áður en þættinum var lokið.
I Chicago vorum við systurnar auglýstar sem „Glum-syst-
ur“. Við mótmæltum harðlega. Maðurinn, sem varð fyrir svör-
um, sagði að Glum væri þó skömminni skárra en Gnmm og
stakk upp á því, að við fyndum okkur nýtt nafn. Hann vildi
að við kölluðum okkur Garland í höfuðið á vini hans Robert
Garland, sem var leiklistargagnrýnandi World-Telegram í New
York. Við höfðum aldrei heyrt Robert Garland nefndan og höfð-
um ekki hugmynd um hvað World-Telegram var. En við viss-
Hér erum við systumar. Röðin er þessi:
Judy og Jimmy.
Suzy,
I>arna er ég — og tveir fyrstu mennimir minir. David (með
glasið) er að heilsa upp á okkur Vincente.
um, að leiklistargagnrýnendur voru miklii' menn og því féllumst
við á þetta.
Um þetta leyti var ég líka byrjuð að kalla sjálfa mig Judy.
Fjölskyldan kallaði mig enn ,,Baby“, en ég vandi hana af þessu
með því að ansa ekki nema ég væri ávörpuð með nýja nafninu.
Við bjuggum í Lancaster í níu ár. Það voru erfið ár. Fólkið
í Lancaster var lítið gefið fyrir að sækja leikhús. Þarna byrj-
aði ég að ganga í skóla, og þarna hefði ég víst loksins átt að
eignast einhverja vini. En það þótti ennþá ófínt að vera „trúð-
ur“ og ég var höfð útundan í skólanum.
En nú komu forlögin til sögunnar. Ég var að sendast fyrir
mömmu, þegar ég rakst inn í matsal veitingahúss nokkurs. Það
var um kvöld. Við eitt borðið sátu nokkrir menn, en salurinn
var auður að öðru leyti. Hóteleigandinn kannaðist við mig og
spurði, hvort ég vildi syngja eitt lag fyrir mennina. Ég sagð-
ist vera að flýta mér, en hann hélt að eitt lítið lag mundi
lítið tefja mig.
Einn mannanna sagðist kunna dálítið á píanó. Hvað vildi ég
syngja?
Ég spurði hálft i gamni og hálft í alvöru, hvort hann kynni
„Dinah“. Hann brosti. „Það hugsa ég,“ sagði hann. „Ég er höf-
undurinn.“ Maðurinn var Harry Akst, og hann var raunar
höfundur þessa heimsfræga lags.
Nokkrum dögum síðar var hringt á mömmu frá Columbía
kvikmyndafélaginu og hún beðin um að koma með mig í kvik-
myndaverið. Maðurinn sem hringdi hét Lew Brown og var
einn af forstjórum félagsins. Hann hafði verið viðstaddur þeg-
ar ég söng „Dinah“. Ég söng fyrir nokkra menn hjá Colum-
bia, en þeim fannst hvorki til né frá um hæfileika mína. Upp
úr því kynnti Lew mig fyrir A1 Rosen, sem var umboðsmaður
ýmsra leikara og söngvara í Californíu. Hann fór með mig í
hvert einasta kvikmyndaver fylkisins.
En enginn virtist.trúa á hæfileika mína nema Al, Lew og
fjölskylda mín. Ég var ekkert undrabarn og ég var engin feg-
urðardís. Ég var bara ósköp venjuleg tólf ára gömul stúlka
með hressilega söngrödd.
Svo gerðist það, að pabbi fór með mig til Metro-Goldwyn
Mayer. Og þar skeði kraftaverkið. Mennirnir hjá Metro voru
ekki frá því, að ég hefði einhvern snefil af hæfileikum, og
réðu mig.
Seinna fannst mér ákaflega vænt um það, að pabbi skyldi
vera viðstaddur þegar ég skrifaði undir fyrsta kvikmyndasamn-
inginn minn. Þar með var kvikmyndaferill minn hafinn. Og
þótt ég vissi það ekki þá, átti ég eftir að sjá á bak pabba fyrr
en varði.
Hann dó úr mænusótt. Kvöldið áður en hann dó, söng ég í
útvarpið með A1 Jolson. Rétt áður en útsendingin hófst, hringdi
læknir pabba, sem líka var bezti vinur hans, til mín og bað
mig að standa mig, því að pabbi ætlaði að hlusta. Þá vissi ég,
að hann var að deyja, því að hann hafði verið veikari en svo
að hann mætti hafa útvarpstæki inni hjá sér. Ég söng til hans og
fyrir hann þetta kvöld. Og um morguninn var hann látinn.
Framháld á blaðsíöu JfO.
VIKAN
11