Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 40

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 40
Svona er saga mín Framhald af blaðsíðu 11. Þegar pabbi dó, tók M-G-M við af honum. Ég var sett í skóla, sem kvikmyndafélagið hafði. Flestir nemendanna voru 3mgri en ég. I skólanum eignaðist ég tvo góða vini: Mickey Rooney og Deanna Durbin. Ég fékk oft að finna það hjá Metro, að félagið leit naum- ast á mig sem mennska veru. Ég var bara verzlunarvara í augum forstjóranna. Ég mátti umfram allt ekki fitna. Ef ég fitnaði, rýrnaði ,,verðgildi“ mitt. Mér var sagt, hvað ég mátti borða, hve lengi ég mátti vaka frameftir, hverja ég mátti umgangast, hvert ég mátti fara — allt milli himins og jarðar var mér sagt. Það voru meir að segja settir njósnarar til höfuðs mér. Enn þann dag í dag líður mér illa, þegar ég hugsa til eins þeirra. Ég hélt að stúlkan væri vinur minn. Við vorum búnar að þekkjast í nokkur ár. Þegar ég varð átján ára, leyfði kvik- myndafélagið mér að taka íbúð á leigu — með þessari vinkonu minni. Og einn góðan veðurdag uppgötvaði ég, að hún var á launum hjá Metro-Goldwyn-Mayer og að það var starfi hennar að njósna um mig. Hún gaf félaginu vikulega skýrslu um hegðan mína. Stundum var efnt til ósvikinna funda um mig, þessa „verzl- unarvöru“ kvikmyndafélagsins Metro-Goldwyn-Mayer. Stundum var ég látin vera viðstödd, þegar forstjórarnir ræddu framtíð mína, kosti og lesti. Allt var látið fjúka. Það virtist ekki hvarfla að einum einasta manni, að ég hefði tilfinningar, sem taka þyrfti tillit til. Og svo — svo fæddist stjarnan Judy Garland. Þá var ég þrettán ára. Ég lék aðalhlutverkið í „Töframaðurinn frá Oz“ og fékk stórkostlega dóma. Þegar hinum eftirsóttu Oscar-verð- launum var úthlutað, fékk ég sérstök barnaverðlaun, og blaða- menn byrjuðu að elta mig á röndum. E* G hef aldrei getað skilið, hversvegna það virðist vera al- menn skoðun, að leikarar séu öðruvísi en annað fólk. Ótrú- Iega margir virðast til dæmis líta svo á, að leikarar séu til- finningalausir og ábyrgðarlausir flækíngar, sem ekki hafi áhuga á neinu nema — kannski — starfi sínu. Ég mun seint gleyma því þegar ég sótti um upptöku í gagnfræðaskólann í HoIIywood. „Þú átt ekki heima innan um venjuleg börn,“ var svar skólastjórans. Eflaust vissi maðurinn það ekki, en þama særði hann mig því sári sem ég hef borið síðan. Ég held ég hefði gefist upp fyrstu árin hjá Metro, ef Mickey Rooney hefði ekki sífellt verið að stappa í mig stálinu. Ég á honum mikið að þakka. Hafi einhver kennt mér að leika, þá var það hann. „Þú verður að trúa á það sem þú ert að gera,“ sagði hann, „þú verður að lifa þig inn í hlutverkið." Og þeg- ar ég fór að ráðum hans, þá varð þetta allt í einu miklu auð- veldara. I fyrrasumar var ég einu sinni stödd niðri á baðströnd með Sid Luft manninum mínum. Við vorum að fleyta kerlingar. Ein steinvalan sentist svo langt, að ég hrópaði upp yfir mig: „Þessi fer alla leið til Boston!“ Og ég var ekki fyrr búin að sleppa orðinu en öll ærslin voru úr okkur. Ég mundi eftir Boston og dögunum sem ég hafði dval- ið þar. Ég hafði farið þangað sem sjúklingur. Metro hafði sent mig þangað á sinn kostnað, því að ég hafði ekki átt peninga til þess að borga fyrir mig í sjúkrahúsinu. Ég hafði verið lögð inn á Peter Brigham sjúkrahúsið sem taugasjúklingur. Menn höfðu óttast, að ég væri að missa vitið. Nú þegar ég lít um öxl, þykist ég sjá sumar orsakimar fyrir þessari fuílkomnu uppgjöf, sem jaðraði við sálsýki. Minni- mátarkenndin, sem ég hef áður minnst á, kom hér mjög við sögu. Það var sama hversu ánægð ég var með hlutverk mín, það var sífellt sama sagan: ég fylltist angist, varð sannfærð nm, að í þetta skipti mundu hæfileikarnir algjörlega bregðast mér, efaðist meir að segja um að mér mundi nokkurntíma auðnast að ljúka við myndina. Þegar myndatakan svo hófst, kveið ég fyrir hverjum degi. Og stundum komst hugur minn í svo mikið cppnám, að það gekk í rauninni kraftaverki næst, að ég skyldi Eftir þessa mynd varð ég heimsfræg. Hún hét Töframaðurinn frá O/.. komast til kvikmyndaversins og geta skilað fullum vinnudegi. Svona var ég á mig komin, þegar ég gekk að eiga David Rose. Þó var ég aðeins nítján ára. Við vorum gefin saman í Las Vegas að móður minni viðstaddri. Ég finn það núna, að ég var kannski fýrst og fremst að leita athvarfs hjá David, að flýja á náðir hans í eymd minni. En ég var ekki ennþá orð- in fullorðin. Hvað tilfinningalíf mitt áhrærði, var ég ennþá fullkomið barn, og ég gat ekki veitt David það sem hann þarfn- aðist. Mig skorti þá eiginleika, sem konan hans þurfti að hafa. Við erum ennþá miklir mátar. Ég dáist að honum bæði sem manni og hljómlistarmanni, en við áttum einfaldlega ekki saman. Jafnvel áður en ég kynntist David, hafði ég komist að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki haldið mér nægilega grannri með öðru móti en taka megrunarmeðul. Það er gott og blessað að tala um að svelta sig — ég gat það bara ekki. En það leið talsverður tími áður en ég uppgötvaði, að lyfin, sem ég notaði, gátu verið stórhættuleg. Þar að auki þjáðist ég af svefnleysi. Svo að ég byrjaði líka að taka svefnskammta. Náinn kunn- ingi minn sagði einhverju sinni, að ég notaði lyf til þess að sofna og vakna, og það var ekki fjarri sanni. Svefnskammt- arnir gerðu mig auðvitað taugaveiklaðri en nokkru sinni fyrr. Ég vildi vera grönn og aðlaðandi. Ég vildi losna við tauga- spennuna. Ég vildi sofa en ekki vaka á nóttinni. Og ég upp- götvaði, að það eru til lyf við öllum sjúkdómum — á yfir- borðinu. Svona stóðu málin, þegar við David skildum. Skömmu seinna bauðst mér aðalhlutverkið í mynd, sem höf- undur handritsins hafði einmitt samið með mig í huga. Ég las það og varð stórhrifin. Robert Walker átti að leika á móti mér. Ég stakk upp á því, að Vincente Minnelli yrði falin leikstjórnin. Forstjórar M-G-M féllust á þetta, og þegar myndin var frumsýnd, fékk hún afbragðsdóma. Við Vincente byrjuðum að fara út saman meðan á mynda- tökunni stóð, og skömmu eftir að skilnaður minn gekk í gildi, vorum við gefin saman heima hjá mömmu. Ári seinna fædd- ist Liza litla. En ég átti ennþá í miklu sálarstríði. Ég var farin að hata Metro, fyrirtækið sem ég var búin að vinna hjá öll þessi ár. Ég var bókstaflega með tárin í augunum, þegar ég hélt til vinn- unnar á morgnana. Hugur minn var fullur af þrjósku og gremju. Ég hafði enga ánægju af vinnunni. Ég var farin að líta á kvik- myndaverið sem fangelsi, og stundum sótti þessi tilfinning svo fast að mér, að mig langaði að hljóða. Ég byrjaði að mæta of seint (ég hef alltaf verið heldur óstundvís) og þetta leiddi til hvers rifrildisins á fætur öðru. Og á kvöldin, þegar ég reyndi að sofna, lifði ég þetta allt upp aftur. Hugur minn var í fullkomnu uppnámi, þegar við byrjuðum að æfa músíkmyndina Barkleyarnir á Broadway, sem ég síðan hætti við. Eftir tvær vikur var ég orðin svo beygð, að mér fannst jafnvel Vincente taka málstað félagsins fremur en minn. Mér fannst allir vera á móti mér. Svo )íom Annie Get Your Gun, sem félagið hugðist leggja milljónir í. Ég var staðráðin í að standa mig. I sex vikur vann ég við að syngja á plötur. Svo mætti ég ekki á æfingu föstu- dagsmorgun einn, og fáeinum stundum seinna var mér tjáð, að búið væri að taka hlutverkið af mér og stoppa við mig kaupgreiðslur. Þetta var í maí 1949, og þegar ég loks gaf mér tíma til að átta mig á, hvar ég stóð, uppgötvaði ég meðal annars, að ég átti ekki eyri. Metro sendi mig á Peter Brigham sjúkrahúsið í Boston og greiddi vist mína þar. Þar leið mér dásamlega. Allir voru mér góðir. Læknarnir og hjúkrunarkonurnar sáu um, að blöðin gætu ekki gert of mikið veður út af veikindum mín- um. Þetta fólk kenndi mér að borða og sofa. Og ég fitnaði. é 10 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.