Vikan


Vikan - 19.12.1957, Side 29

Vikan - 19.12.1957, Side 29
Þœr eru sín úr hverjum flokki, en þó allar úr flokki kvenna og eiga sameiginleg baráttumál, lögðu t.d. nýlega i sameiningu fram þingsályktunartillögu um barnalifeyrir Annars er það eitt af vandamálunum sem þyrfti að leysa, hvernig mæður sem vinna úti geta komið börnum sínum í góða geymslu. Mér lízt sérlega vel á sænsku hugmyndina um sam- eiginlega barnagæzlu í stóru sambýlishúsunum. Þá eiga börnin athvarf hjá einni og sömu mann- eskjunni meðan móðirin er í burtu. Auk þess þurfa vinnandi mæður helzt að losna við eitthvað af stritvinnunni heima, svo að þær hafi tíma til að vera mæður barnanna sinna utan vinnutima. — Sumir vinnuveitendur vilja ekki hafa með- al starfsfólks síns konur, sem hafa heimili og börn, segja að þær séu miklu meira frá vinnu vegna barnanna og með hugann annars staðar í vinnutímanum. Heldurðu að þetta sé rétt? — Það eru auðvitað heldur meiri líkur á for- föllum hjá mæðrum með lítil börn, en allir geta veikst. Auk þess reynir maður að hafa upp á eitthvað að hlaupa, tekur hálft sumarfrí og á svo inni frídaga. — Eiginlega var ég hingað komin til að ræða við þig sem alþingiskonu. Hvernig kunnirðu við þig á þessari hátíðlegu samkundu? — Mér fannst hátíðleikinn nú ekki svo mjög þvingandi. Og þegar um er að ræða hálfs mán- aðar þingsetu, þá er maður nánast einungis á- horfandi. Ég lagði aðeins fram eina ályktun, ályktun um launajafnrétti. Nú er svo komið að þegar konur koma inn í starfsgreinar, sem karl- menn hafa verið einir um áður, þá fá þær sömu laun, eins og t. d. þegar stúlkur taka við af- greiðslustörfum á benzínstöðvum af karlmönn- um. En ýmis önnur störf eru undirborguð, ef kona á í hlut, og það þarf sérstakt átak af hálfu kvenna til að laga það misrétti. Það er ýmislegt hægt að gera til að þoka því máli i rétta átt. — Heldurðu að það sé hagur að því fyrir stjórnarflokk að hafa konu á framboðslistan- um hjá sér? — Já, ég er hrædd um að þeim hluta kjós- endanna sem eru konur mundi finnast það snubb- óttur listi, sem engin kona væri á. Ég lít fyrst og fremst á mig sem fulltrúa kveriþjóðarinnar og það eru ýmis mál sem konur varðar sérstaklega, eins og t. d. launamálin og ýmislegt í trygginga- löggjöfinni, en auðvitað eru öll önnur mál þeirra mál líka. — Þú hefur auðvitað byrjað ung að fá áhuga á stjórnmálum, þar sem þú ert alin upp á heim- ili stjórnmálamanns. (Adda Bára er dóttir Sig- fúsar heitins Sigurhjartarsonar fyrrv. alþingis- manns). — Það er ekki gott að segja hvenær maður byrjar að fá áhuga. Ég byrjaði að lesa blöðin þegar ég var unglingur og smáþokaðist svo út í þetta. Það var aldrei haldið neinni ákveðinni stjórnmálaskoðun að okkur krökkunum, en auð- vitað mótast maður mikið af andrúmsloftinu á heimilinu. Sumir unglingar hafa tilhneigingu til að þróast þveröfugt við foreldra sina, aðrir fylgja þeim að málum. Hvorutveggja er jafn eðlilegt. — Falla þér illa politiskar árásir á þig? — Ég hef litla persónulega reynslu i því efni. En ég er vön árásum á mína nánustu frá blautu barnsbeini. Strax og ég hafði lært að lesa, fór ég að lesa skammir um föður minn i dagblöð- unum. — Kannski þú segir mér nú að lokum, Adda Bára, hver eru aðal áhugamál þín fyrir utan heimilisstörfin og vinnuna? — Stjórnmálin og það er tímafrekt áhugamál, svarar Adda Bára með áherzlu. En sú spurning, hugsaði ég á leiðinni niður stigann. Það er í rauninni furðulegt að kona skuli geta unnið fulla vinnu, haft heimili og lítið barn, Hefur komiö upp fimm í 35 ár og tók SEINNI daginn sem ég sat við skrifstofuglugg- ann minn og starði á fánann á Alþingishús- inu, varð mér að ósk minni. Hann var varla orð- inn blautur i rigningunni, þegar hann var dreginn niður aftur. Stuttir þingfundir þann daginn. Ég spratt á fætur og flýtti mér upp í Alþýðuliús, til að ná frú Jóhönnu Egilsdóttur, áður en hún væri komin á kaf í bazarstörf fyrir jólaglaðn- ingarsjóð Verkakvennafélagsins Framsókn. Á leiðinni upp Hverfisgötuna var ég að hugsa um það, að 35 ára barátta fyrir kjarabótum verkakvenna hlyti að gera konu, ja ef ekki harða í viðmóti þá að minnsta kosti ákaflega einbeitta. En þarna tók nú á móti mér þægileg eldri kona — ég mundi ekki láta mér til hugar koma að kalla hana gamla, þó það lýsingarorð eigi yfirleitt vel við um þá sem eiga 76 ár að baki. Á augabragði sá ég hversu mjög mér hafði skjátl- ast. Svo löng kynni af fólki og kjörum þess geta engu síður gert konu umburðarlynda og ömmu- lega notalega í viðmóti. — Reykvíkingur ? —- Nei, Skaftfellingur — Vestur-Skaftfellingur, ættuð frá Hörglandskoti á Síðu. Ég kom hingað til Reykjavíkur árið 1904 og giftist Ingimundi Einarssyni verkamanni. Þá var ég búin að vera í vist hjá Sigurði sýslumanni í Kaldaðarnesi í nokkur ár. Efnalaust fólk átti þá ekki kost á betri skólum en myndarlegum heimilum . •— Þér hafið snemma haft áhuga fyrir félags- málum ? — Já, ég fékk strax áhuga fyrir verkalýðs- hreyfingunni, og gekk í Verkakvennafélagið fljótlega eftir að það var stofnað. Þá höfðu kon- ur 15 aura í kaup á tímann, en karlmenn yfir 30 aura. Og fyrir þessa 15 aura þurftu þær kannski að ganga i vask og brjóta ísinn ofan af körun- um á morgnana eða bera kol og vatn. Það var ekki vanþörf á að eitthvað væri gert. Síðan hefur Jóhanna verið að „gera eitthvað“. -— Nú er svo komið að lægst launuðu konurnar hafa 77% af karlmannskaupinu. Og allt hefur þetta náðst með samtökum kvennanna og samn- ingum við vinnuveitendur, segir hún. — Mér þykir vænzt um Verkakvennafélagið af öllu, eins og eðlilegt er, þegar maður er búinn að eyða mestu af lífskröftum sínum fyrir það. 6g er búin að vera í stjórn félagsins síðan 1923 og formaður í 23 ár. — Finnst yður það ekki erfitt og vanþakklátt starf að vinna að félagsmálum ? skýt ég inn í. — Nei, þegar áhuginn er fyrir hendi, finnur maður það ekki svo mikið. Það er eins og maður fái alltaf kraft einhvers staðar frá. Ég hef auð- vitað oft þurft að vaka við þessi störf fram á nætur, en ég hef átt margar ánægjustundir í þessum félagsskap. Að visu höfðu konurnar í fyrstu litinn skilning á því þegar byrjað var að berjast fyrir málefnum þeirra, sögðu að svona hefði þetta alltaf verið og svona yrði það alltaf. En nú hefur skilningur allra, bæði vinnuveitenda og samt látið það eftir sér að taka virkan þátt í stjórnmálum. Það þarf ekki svo lítinn kjark og dugnað til þess. og verkakvenna, batnað. Félagskonurnar eru alltaf ákaflega hlýlegar við mig. Ég þarf ekkl að kvarta. — Jú, ég tilheyri Alþýðuflokknum. Það voru verkalýðsfélögin, sem eiginlega stofnuðu Jafn- aðarmannaflokkinn. En ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hver félagsmaður í verkalýðsfélagi verði að geta sett sitt atkvæði þar sem hann vill. Það verður svo ósköp erfitt þegar þessi ógurlega pólitíska barátta er komin inn í félögin. Ég hef aldrei reynt að hafa nein pólitísk áhrif á félags- konur í Verkakvennafélaginu. Talið berst að þingstörfunum, en Jóhanna hef- ur nú um skeið setið á Alþingi sem varamaður Alþýðuflokksins í Reykjavík í stað Eggerts G. Þorsteinssonar, og er aldursforseti þingsins. — Það þyrftu að vera miklu fleiri konur á þingi, segir hún. Þær hafa áhuga fyrir mörgum málum sem karlmenn hafa ekki og láta þau til sín taka. Ég hef nú ekki gert mikið, enda setið stutt á þingi. Við konurnar þrjár fluttum tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á ákvæðum um barnalífeyri. Ég flutti svo þingsályktunar- tillögu um hækkun elli- og örorkulífeyris um allt að 50%. Það eru nú víst ekki margir sem mót- mæla því að lífeyrir gamla fólksins sé alltof lít- ill. Svo fylgi ég auðvitað þingsályktunartillögu um að afnema beri áfengi í opinberum veizlum, en um það er nú verið að fjalla. — Hvernig falla yður pólitískar árásir á yður? — Það hefur lítið komið til þess. Þingmenn tóku mér vel. Þeir virtust hafa gaman af að sjá peysufataklædda konu í þingsölunum, og voru sæmilega ánægðir með að hafa nú allt í einu þrjár konur á þingi. — Þér eigið orðið álitlegan hóp afkomenda, er það ekki? — Jú, ég á 5 uppkomin börn og 14 barna- börn. Við búum öll í tveimur samstæðum húsum við Lynghaga, svo ég hef þau öll í kringum mig. Sjálf á ég enga ibúð, en börnin mín eiga þessi hús. Flestir þykjast vera búnir að gera vel eftir 76 ára æfistarf, en Jóhanna er ekkert að hugsa um að taka sér hvíld frá störfum. Siðastliðið sumar var hún forstöðukona á barnaheimilinu, sem Verkakvennafélagið Mæðrafélagið og Þvotta- kvennafélagið reka fyrir 4—7 ára börn í Rauð- hólum. — Það þykir mér skemmtilegt starf, segir hún með áherzlu. Nú stingur kona höfðinu inn um dyrnar og spyr hvort hún megi tala við Jóhönnu andartak. Hún þarf að fá úr því skorið hve margar stúlkur þurfi í uppvaskið og hversu margar til að ganga um beina á einhverju kaffikvöldi, að mér skilst. Ég bind því í flýti enda á samtalið og forða mér, af ótta við að í aðdáun minni á þessari kjarkmiklu, ósérhlífnu konu, kunni ég að bjóðast til að vaska upp — og þess mundi ég áreiðanlega iðrast. börnum, starfaö að verkalýðsmálum sæti á þingi á 77. aldursári VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.