Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 43
Konungurinn af Róm
Framhald af blaðsíðu 9.
María Lovísa, fyrrv. keisarafrú, mátti ekki einu sinni vera
að því að vaka hjá syni sínum nóttina sem hann dó.
— hertogafrúar af Parma. Föður átti
hann engan. Þetta gamla skjal sýnir betiu-
en flest annað hvem hug Mettemich bar
til sonar Napoleons. Þó tókst honum aldr-
ei að þurrka minninguna um föðurinn úr
huga sonarins.
Þegar fregnin um dauða Napoleons á St.
Helenu barst til hirðarinar í Vin árið
1821, skipaði keisarinn svo fyrir að nú
skyldi dóttursonur hans fá að vita sann-
leikann um upprima sinn. Það kom í hlut
liðsforingja að nafni Foresti að útskýra
málið fyrir prinsinum. Seinna sagðist
honum svo frá í 'bréfi, að þá hefði hann
séð konunginn af Róm úthella fleiri tár-
um en hann hefði búizt við af dreng,“ sem
aldrei hafði séð föður sinn og aldrei þekkt
hann.“
Þannig óx prinsinn upp. Tungumál virt-
ust liggja sérlega vel fyrir honum og hann
sýndi mikinn áhuga fyrir sögu — einkum
styrjaldarsögunni. En skapgerð hans virt-
ist skorta allt jafnvægi. Stundum sökkti
hann sér ofan í viðfangsefnin af áhuga og
kappi, en þess á milli var hann deyfðar-
legur og kjarklaus.
Hann fór þess hvað eftir annað á leit
við keisarann, afa sinn, að hann fengi að
ganga í herinn, en Metternich þótti ekki
-ráðlegt að sleppa af honum hendinni og
láta hann eignast félaga. Hann var
hræddur um að pilturinn mundi njóta allt
of mikillar Lylli vegna föður síns og varpa
skugga á hann sjálfan.
Aðgerðarleysið varð til þess að „andinn
þrozkaðist á kostnað líkamans,“ eins og
læknirinn hans orðaði það. Drengurinn
spíraði upp í loftið, en brjóstkassinn virt-
ist ekki stækka að sama skapi, og hann
var óeðlilega fölur og veiklulegur. Að lok-
um fór svo að hann var alltaf hálflasinn,
og læknirinn reyndi að vinna bug á las-
leikanum með því að neyða hann til að
synda mikið og taka tíð böð. Þannig óx
hann upp eins og aðgerðarlaus fangi.
Loks neyddist afi hans til að láta und-
an heitustu ósk hans og leyfa honum að
ganga í herinn. Það kom nú í ljós að ótti
Metterniehs var ekki ástæðulaus. Á ör-
skömmum tíma varð hann vinsælasti
liðsforinginn í Vín. Þegar hann
reið um götumar, þyrptist
fólkið út í gluggana til að dást
að þessum glæsilega hefðar-
manni. Það sýnir bezt hvílíkr-
ar hylli hann naut meðal al-
mennings, að nú komst það í
tízku að ganga með hanska með
áþrykktri mynd af hertogan-
um af Reichstadt.
Um það leyti sem hann gekk
í herinn, brauzt júlíbyltingin
út í París. Múgurinn óð um
göturnar og hrópaði: „Lifi
Napoleon II.“ Og byltingar-
menn létu ekkert tækifæri
ónotað til að minna á erfða-
prinsinn í Vínarborg.
Dag nokkurn þegar prinsinn
gekk upp tröppurnar á húsi
kennara síns, greip ung kona
hönd hans og kyssti á hana.
Hver getur hindrað mig í að
kyssa á hönd drottnara míns,“
sagði hún. Þarna var komin
ein af hinum fjölmörgu frænk-
um prinsins, sem hafði í hyggju
að fá hann til að flýja með sér
til Parísar. Það leið ekki á löngu
áður en Mettemich sá svo um
að henni væri vísað úr landi.
Skömmu seinna kom opinber sendimað-
ur frá flokki Bonapartista í austurríska
sendiráðið í París og spurðist fyrir um
það, hvort Mettemich mundi fáanlegur til
að láta prinsinn koma að frönsku landa-
mærunum, þar sem 100.000 þjóðvarðar-
liðsmenn mundu taka á móti honum. Nú
hófust víðtækar og langvinnar samninga-
umræður, en áður en þeim var lokið, hafði
brotizt út í prinsinum brjóstveikin, sem
lengi var búin að búa um sig í honum. Og
22. júlí 1832 andaðist hann eftir langa og
erfiða sjúkralegu, aðeins 21 árs gamall.
Til eru mörg málverk og teikningar af
prinsinum á banabeðinu. Móðir hans hafði
loks látið telja sig á að koma frá Parma,
en nóttina sem búizt var við að hann
mundi deyja, vakti hún ekki hjá honum.
Hún var ekki sótt fyrr en undir morgun,
þegar hann kallaði grátandi: „Kallið á
mömmu, kallið á mÖmmu mína.“ Þegar
hún loks kom, hafði hann ekki lengur
sinnu á neinu. Hann var spurður hvort
hann vildi láta biðja bænar og hann kink-
aði kolli. Þegar presturinn þagnaði, tók
hann síðasta andvarpið.
Ferðamenn, sem koma til Vínarborgar,
koma gjaman í Schönbrunhöll. Þar er til
sýnis dauðagríma hertogans af Reichstadt,
eins og hann hét þar í landi, ásamt upp-
stoppuðum fugli, einasta vininum sem
hann átti. Hann hafði fundið fuglinn
vængbrotinn.
Og komi þeir í grafhvelfinguna undir
Kapucinakirkjunni, sjá þeir rétt við hlið-
ina á kistu Frans keisara auðan stall,
undan líkkistu. 1 þessari hvelfingu hvíla
Habsborgararnir hlið við hlið. Hjörtu
þeirra eru þó geymd í gullskrínum í Ágúst-
ínusarkirkjunni og innyflin í katakomp-
unum undir Stefánskirkjunni.
Konungurinn af Róm fékk ekki frekar
að hvíla í friði í gröf sinni en hann fékk
að dafna og þrozkast í friði í lifenda lífi.
I yfir hundrað ár fóru Frakkar árangurs-
laust fram á að fá jarðneskar leifar hans
fluttar heim, en Austurríkismenn sögðu
að aldrei hefði verið hróflað við gröfum
Habsborgaranna. Auk þess hvíldi p:ltur-
inn þarna innan um ættmenn sína. Þetta
varð Frökkum mikið tilfinningamáL Upp
úr aldamótunum síðustu lék leikkonan
fræga, Sarah Bemhardt, æfi og örlög
konungsins af Róm á leiksviði í París, við
afbragðs viðtökur áhorfenda. Leikritið
hét Amarunginn.
Loks leystist deilan með óvæntum en
ekki að sama skapi viðkunnanlegum hætti
— fyrir hvorugan aðila. Sá sem þar kom
til sögunnar hét Adolf Hitler. 1 þekkingar-
leysi sínu á mannlegt eðli hélt hann að
hann gæti keypt vináttu Frakka með
stolnum beinum. Hann gerðist því grafar-
ræningi og lét flytja kistu konungsins af
Róm til Parísar eftir að hann hafði náö,
báðum löndunum á sitt vald. Frakkar tóku
við gjöfinni, en þökkuðu hana ekki.
Og í Austurríki kallaði Hitler 'yfir sig
megna fyrirlitningu með þessu tiltæki.
Því þó báðar þessar þjóðir hafi nú losað
sig við keisara sína, þá bera þær virðingu
fyrir keisaraöldinni.
Þannig stendur á auða stallinum í graf-
hvelfingunni í Vínarborg, og þannig
stendur á því að Frakkar láta sem minnst
bera á tinkistunni í Invalides og hafa ekki
hátt um það hvernig hún er þangað kom-
m.
E. Pá.
NUTIMAKDNAN
Framhald af bls. 15.
gerðist ólaunaður starfsmaður í holds-
veikranýlendu mannvinarins dr. Schweitz-
er í Lambarene í Afríku.
I fyrrahaust fór hún við fjórða mann í
bíl þvert yfir Sahara. Hún fékk mýraköldu
og á sjúkrahúsinu las hún um mannúðar-
starf dr. Schweitzers. Þegar hún komst á
fætur, hélt hún rakleitt á fund hans. Und-
anfarna níu mánuði hefur hún unnið sem
aðstoðarstúlka í eldhúsi holdsveikraný-
lendunnar.
Veikara kynið ber ekki lengur nafn sitl
með rentu. Satt að segja eru áhöld um,
hvort það er ekki ósvikin fölsun.
Hvað til dæmis um Therese Leroy, sem
er lagleg og glaðlynd frönsk móðir. Mað-
urinn hennar hefur það að atvinnu að gera
við húsþök og reykháfa. Hann er kvadd-
ur til, þegar verkið er of erfitt og áhættu-
samt fyrir venjulega viðgerðarmenn.
Afsakið — hann er kvaddur til . . . .
og svo Therese konan hans. Því að hún
hefur unnið við hlið hans þrjú undanfar-
in ár.
Hún byrjaði á þessu, þegar einn af að-
stoðarmönnum hans var kvaddur í herinn.
Eftir nokkum tíma uppgötvaði hún að
henni féll vinnan ágætlega og að hún var
auk þes ekkert lofthrædd, þegar maður
hennar var nálægt henni.
Þó er ekki laust við, að hrollur fari um
mann, þegar hún er að lýsa vinnunni.
Vinnupallarnir rísa oft tugi metra fró
jörðu. Stundum er jafnvel ekki hægt að,
koma þeim við, og þá verður að. nota^!
við stóla, sem hengdir em utan í bygg-
inguna eða reykháfinn, og stiga.
En Therese hlær og segir: „Þetta er
barnaleikur. Þegar það byrjar að bresta í
reykháfnum, festir maður sig með krók
við stigann og bíður og sér hvað verða
vill.“
Og hún yptir dömulega öxlum, brettir
upp kragann á samfestingnum sínum og
byrjar að fikra sig upp stigann.
— VIC ALDISS.
VIKAN
43