Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 34

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 34
OFAMVATMS Að fara sam- kvœmt eðli sínu röLNISMENN beittu sér eins og kunnugt er fyr- ir öllu því sem til framfara mœtti veröa á Islandi, þegar þjóðin fór að rétta sig úr kútnum. Árið 1836 kostuðu þeir útgáfu ■ kvers nokkurs með svtndreglum eftir yfirumsjónar- mann allrar sundkennslu i Danmörku, prófessor Nachte- gall, og tók einn þeirra, þjóð- skáldið Jónas Hallgrímsson, að sér að snúa bœklingnum á ís- lénzka tungu, laga hann eftir isienzkum þörfum, og auka við hann. Er gaman að glugga i þennan bcekling núna, þegar 15,2% af landsmönnum hefur nýlega sýnt að þeir kunna að „jhra samkvcemt eðli sínu of- anvatns.“ Formálinn fyrir bæklingnum byrjar svona.: „Frá aldaöðli he fir sund ver- ið kallað einhver iin bezta og nytsamasta íþrótt. Það hefur verið tíðkað meðal allra þjóða frá því sögur gjörði.st, og það er líka þess vert; það jífgar og hressir líkamann, eykar þrek og áræði og verðui mörgum manni til lífs, að ótöidum öðr- um kostum og margvislegu gagni og gaman, er sundmað- urinn getur liaft af jþrótt sinni. Forfeður vorir voru fullnuma þessari kuimáttu, og þykir okkur enn í dag góð skemmt- un, að lesa frásöguna um Kjartan Ölafsson, er hann Ijék á sundi við Ölaf konung Tryggvason, eða þá um Gretti sterka, þegar hann reið sjer fit og lagði til lands úr Drang- ey á vetrardag, og synti meir en viku sjávar. En það fór með sundið okkar Islendinga eins og annað; þegar deyfðin kom I þjóðina, týndist sú mennt og er varla ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum hafi ekki verið fleiri en svo sem 6 menn á öllu land- inu, sem væru sjálfbjarga, ef þeir lentu i polli, sem þeir náðu ekki niðri í. Þá höfðu menn svo gjörsamlega gleymt öllu sundi, að ofurhugar báru grjót á sig og skriðu svo í botnin- um yfir ár og síki, sem ekkl voru um of breið, en enginn maður bar við að neyta Ijett- leikans og fara samkvæmt eðli sinu ofanvatns, þó það væri þúsund sinnum hægra." Um baðaðferöir. 1 bæklingnum segir svo um baðaðferðir: „Það er gott að fara í bað, því bæði þvær það hönmdið, og lífgar og styrkir líkamann, en þar að auki er það ómiss- andi ufidirbúningur fyrir þá, sem ætla sjer að læra sund. Þeir sem fara í bað, eiga þvi að. reyna til að venja sig við vatnið, eins vel og þeir geta, stinga niður i höfðinu, og fara aptur og aptur allir í kaf. Bezt er líka að busla sem mest, en 34 vera aldrei aðgjörðarlaus, og láta þetta ganga, þangað til farið er að finna til hrolls; þá er mál að hætta og klæða sig. Það er talið hollast, að baða sig kvöld og morgna; samt er ekkert að þvi, að fara í bað hvenær á degi sem menn vilja, nema þegar nýborðað er. Eigi menn að ganga til baðsins, þa er bezt að fara I hægðum sin- um, og staldra þó við á bakk- anum fjórðung stundar eOa lengur, áður en út í er far- ið, til að verða orðinn öldungis afsveittur. Meðan á þessu stendur, á að fara úr fötunum smátt og smátt, en sitja samt í skyrtunni þangað til seinast. Fyrst á að væta brjóstið of* höfuðið, og fara svo með öllu í kaf, ef vatnið er svo djúpt, að því verði við komið. Sje það sundkennslumaður, sem hefir umsjón með piltum í baðinu, ber honum að gæta þess, að þeir þvoi sig alla upp rækilega, og lofa engum upp úr fyr en það er búið. Það er að sönnu almenn varúðarregla, að þurka vel upp líkamann, þegar komið er úr baði, og núa hann allan með ullarlepp, ef því verður við komið; en langvinn reynsla hefir samt sýnt, að það er öld- ungis óskaðvænt heilbrigðum unglingi, þó brugðið sé út af þessari reglu. Á hinn bóginn er það einkaráríðandi, að klæða sig fljótt, og fara svo að hreifa sig, þegar komið er úr baðinu. Hrædda pilta og kveifarlega á kennslumaður að taka, dýfa þeim nauðugum og gusa vatni á þá; aptur ber honum að sjá um, að piltarnir færi ekki hver annan í kaf, eða tuskist í bað- inu án þess hann leyfi, því það eru sumir, sem þola ekki marg- ar dýfur, og fá af þeim upp- sölu og eyrnaverk eða önnur óþægindi. Einasta kerlaug, sem aimenningur kemur í. Árið 1891 kom út önnur út- gáfa af fyrrnefndu kveri þá með formála eftir Bjöm Jóns- son, sem hafði „breytt lítils- háttar á stöku stað, eptir því sem menn vita nú með vissu að rjettara er,“ eins og segir i formálanum, og samið viðbæti. Eftirfarandi klausa er í við- bætinum: „Kerlaug. Laugatrogið, er nýfædd börn eru látin í, er hin eina kerlaug,. er almenningur kemur í á æfi sinni hjer á landi. Veldur því bæði vana- leysi að lauga sig yfir höfuð, og þá hitt, að slík laug fæst eigi nema með nokkrum til- kostnaði og fyrirhöfn. Til þess þarf fyrst og fremst þar til gert ílát, á stærð við mjótí rúm, og þá talsvert af heito vatni; köld kerlaug er viðsjál fyrir aðra en vel hrausta menn er hafa smávanið sig á það, og skyldi aldrei við höfð öðruvisi ■in eptir læknis ráði. Volg kerlaug á hvorki ao hita manni njé kæla, meðan líkaminn er niðri í henni. Er þá flestum hentastur 35 stiga hiti (C) en sumum 33—34. Líkams- hitinn er raunar meiri, 37 stig C . . en sje haft svo heitt í lauginni, vex líkamshitinn um of eða rjettara sagt safnast um of fyrir í líkamanum, vegna þess, að þá kemst ekkert burt af honum með útgufun, eins og hann mundi gera í jafnheitu lopti (37 st.), heldur að eins þannig, að hann berst burtu í og með vatninu jafnóðum og hann magnast i líkamanum, — streymir burtu í vatninu, eins og þegar hiti streymir eptir járnstöng, er liggur í eldi með annan endann. En mikill er munur á því, hvað vatn ber hita og kulda miklu örara en lopt, — eins og hiti berst t. d. miklu örara eptir járni en trje. Því finnst manni 20 stig (C) lopthiti á sumrum heldur mik- ill, en kalt að koma ofan í vatn, sem ekki er heitara en það. Vjer þolum meira að segja jafnvel 70 stiga hita í mjög þurru (rakalitlu) lopti, en í jafnheitu vatni þolir enginn maður við. Hitandi laug („hlý“ eða ,,heit“) er óholl nema líkam- inn sje kældur á eptir með „volgu" vatni eða þá svalandi steypibaði (25—28 stig), eða þá að háttað sje niður I hlýtt rúm þegar upp úr lauginni, eða þá að það sje gert til lækn- Inga. Heitari laug en 37 stig skyldi enginn maður fara í öðruvísi en eptir læknis ráði, og hafa jafnan einhvern við, sem vit hefir á, til að hjálpa sér... Ömissandi er að þurka sig allan vel upp úr kerlaug, og hárið þó vandlegast. Þeir sem hafa mikið hár, einkum kven- fólk, ættu að hafa skinnhettu á höfðinu, þegar þeir fara í laug, til að hlífa því. Vott hár veldur sem sje miklum hita- missi, bæði vegna þess að líkamshitinn streymir örara burtu eftir því en þurru hári (sbr. það sem áður er sagt um vatn og lopt) og enn fremur verður útgufunin ( þ. e. breyt- ing vatns í lopt) þá svo mikil af höfðinu. Þess vegna er það einnig regla allra, sem kunna að lauga sig, að setja upp höfuðfat, helzt skjólgott, áður en þeir fara í hin fötin. Höfuð- verk, kvef og hálsveiki fá þeir, sem þurka illa hárið eða skýla ekki höfðinu á eptir. — Með þessum varúðarreglum er volg eða hlý kerlaug mjög holl og notaleg á hverjum tíma árs sem er, en viðsjál, ef út af er brugðið.“ PÓSTURINN Framhald af bls. 31. um þetta, sem heitir „South with Scott“, og auk þess gaf ljósmyndari nokkur út myndskreytta bók um þetta efni. Þessar bækur geturðu pantað frá Englandi gegnum ein- hverja bókaverzlun, ef þú treystir þér til að lesa þær á ensku. ÞYNGD OG BtJNAÐUR. Hvaða litir fara mér beztf Ég er dökkbrúnhœrð með grábrún augu, fáeinar freknur á nefinu og Ijósa húð. Hvað á ég að vera þungf Ég er li^ ára, 161t sm. á hœð og var 70 kg. þegar ég vigtaði mig slðast. SVAR: Dökkir, skærir, rauðfjólu- bláir litir, rautt og gulrautt munu vera hentugir litir fyrir þig. Sömu- leiðis dökkblátt og grænt og flest litbrigði af brúnu eða drapplituðu. Það er ekkert að marka þyngdina fyrr en þú ert orðin 16 ára, en ef þú heldur sömu þyngd verðurðu um það bil 10 kg. of þung. HALLÖ KRAKKAR! Hér eru Vitringarnir þrír, sem þið eflaust kannist við, lagðir af stað til Betlehem. En þetta er ekki auðratað fyrir aum- ingja mennina. Getið þið kannski hjálpað þeim ? VIKAN t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.