Menntamál - 01.06.1943, Side 41

Menntamál - 01.06.1943, Side 41
MENNTAMÁL 31 skulu vera sex fastir kennarar auk skólastjóra og aukakennarar eftir þörfum, og séu þeir ráðnir í sam- ráði við fræðslumálastjóra. 11. gr. Fræðslumálastjórnin hefur á hendi yfirum- sjón skólans og setur honum reglugerð. Kostnaður við rekstur skólans greiðist úr rikissjóði. 12. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 63, 22. nóv. 1907, um kennaraskóla í Reykjavík, ennfremur 1. nr. 10, 4. júní 1924, um breytingu á þeim lögum. Greinargerð. Frá því að kennaraskólinn var stofnaður, hafa tvær að- albreytingar orðið á honum. Hin fyrri var gerð með laga- breytingu árið 1924. Var þá tekin upp enskukennsla og námstími lengdur um einn mánuð á vetri. Hin síðari fór fram með reglugerðarbreytingu árið 1933. Voru þá inn- tökuskilyrði þyngd að miklum mun og aukin kennsla í uppeldisfræði, kennsluæfingum fjölgað og miklum tima varið til æfinga í smábarnakennslu. Síðan þessi breyting komst á, hefur enn verið aukið við í ýmsum greinum, svo sem handavinnu, söngur gerður að prófskyldugrein, og kröfur eru fram komnar um aukiö í- þróttanám. Af þessu leiðir, að nálega reyndist ókleyft að komast yfir allt, sem til er ætlazt á þeim tíma, sem til námsins er ætlaður, enda þótt nemendur séu svo störfum hlaönir, að slíkt er ekki við hóf. Til þess að bæta úr þessu hefur skólastjóri ásamt kenn- urum skólans þegar fyrir þrem árum sent yfirstjórn skól- ans erindi þess efnis, aö námstími skólans yrði lengdur um einn vetur. Erindi þetta var ítrekað í fyrravetur, en árangur hefur ekki orðið, enda telur ráðuneytið ekki rétt að gera slíka breytingu án lagabreytinga. Á undanförnum árum hafa margar raddir heyrst um það, að nauðsyn sé að auka kennaramenntun í landinu.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.