Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 31 skulu vera sex fastir kennarar auk skólastjóra og aukakennarar eftir þörfum, og séu þeir ráðnir í sam- ráði við fræðslumálastjóra. 11. gr. Fræðslumálastjórnin hefur á hendi yfirum- sjón skólans og setur honum reglugerð. Kostnaður við rekstur skólans greiðist úr rikissjóði. 12. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 63, 22. nóv. 1907, um kennaraskóla í Reykjavík, ennfremur 1. nr. 10, 4. júní 1924, um breytingu á þeim lögum. Greinargerð. Frá því að kennaraskólinn var stofnaður, hafa tvær að- albreytingar orðið á honum. Hin fyrri var gerð með laga- breytingu árið 1924. Var þá tekin upp enskukennsla og námstími lengdur um einn mánuð á vetri. Hin síðari fór fram með reglugerðarbreytingu árið 1933. Voru þá inn- tökuskilyrði þyngd að miklum mun og aukin kennsla í uppeldisfræði, kennsluæfingum fjölgað og miklum tima varið til æfinga í smábarnakennslu. Síðan þessi breyting komst á, hefur enn verið aukið við í ýmsum greinum, svo sem handavinnu, söngur gerður að prófskyldugrein, og kröfur eru fram komnar um aukiö í- þróttanám. Af þessu leiðir, að nálega reyndist ókleyft að komast yfir allt, sem til er ætlazt á þeim tíma, sem til námsins er ætlaður, enda þótt nemendur séu svo störfum hlaönir, að slíkt er ekki við hóf. Til þess að bæta úr þessu hefur skólastjóri ásamt kenn- urum skólans þegar fyrir þrem árum sent yfirstjórn skól- ans erindi þess efnis, aö námstími skólans yrði lengdur um einn vetur. Erindi þetta var ítrekað í fyrravetur, en árangur hefur ekki orðið, enda telur ráðuneytið ekki rétt að gera slíka breytingu án lagabreytinga. Á undanförnum árum hafa margar raddir heyrst um það, að nauðsyn sé að auka kennaramenntun í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.