Menntamál - 01.06.1943, Page 45

Menntamál - 01.06.1943, Page 45
MENNTAMÁL 35 að slíkt nám megi standa í héraðs- og gagnfræðaskólum. Þyngja mætti innötkuskilyrði þessi með ákvæðum reglu- gerðar, og æskilegt væri þá um leið að geta haft undir- búningsnámsskeið í skólanum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að fólki veitist fullerfitt að fullnægja núver- andi inntökuskilyrðum. 77. gr. breytir engu frá því, sem verið hefur og þarf ekki skýringa viö. 8. - gr. Um inntöku stúdenta hefur verið reglugerðará- kvæði og svo til ætlazt, að eins verði enn. Sama er að segja um inntöku annarra utanskólamanna í aðra bekki en fyrsta bekk. 9. gr. Hér er gert ráð fyrir, að Kennaraskólinn fái til afnota fullkominn æfingaskóla svo fljótt, sem auðið er, og ætti það að vera höfuðkrafa til umbóta frá því, sem nú er. Nú eru aðeins tvær deildir eldri barna, og er það vitan- lega alls kostar ófullnægjandi, en húsnæði skortir til þess, að úr verði bætt. Hitt hefur bætt mikið um, að skólinn á aðgang að einum stærsta smábarnaskóla hér í bæ og fara þar fram æfingar daglega í byrjunarkennslu. Æskilegt virðist vera, að samvinna gæti orðið milli kennaraskólans og bæjarins, þannig, að kennai’askólinn tæki að sér kennsiu ákveðins barnafjölda gegn framlagi frá bænum eftir sömu reglum og gilda um laun fastra kennara við barnaskóla bæjarins. 10. gr. Tala fastra kennara er hér miðuð við það, hve margir kennarar eru nú á föstum launum við skólann, en þeir eru fimm auk skólastjóra. Vitanlega verður kennara- þörfin breytileg eftir því, hvað æfingaskóli starfar í mörg- um deildum. 11. og 12. gr. þurfa engra skýringa við. Frumvarp þetta var samþykkt sem lög frá Alþingi, 9. apr. síðastl. meö eftirtöldum breytingum: a) Á eftir „næman kvilla“ í 2. tölul. 5. gr. komi: „----- 3*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.