Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 7
MENNTAMAL 3 í frjálsu landi. En til þess þarf vissulega meira en orðin ein, hversu glæsileg sem þau eru og eyrum þekk. Sízt vil ég gera lítið úr þeirri merkilegu staðreynd, að við höfum sjálfir átt þess kost að lýsa yfir fullu frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar og hlýtt á viðurkenningu þess af vörum stórþjóðanna. En hins er ekki að dyljast, að þar með er ekki allt fengið. Frjáls getur engin þjóð orðið í raun og veru fyrir yfirlýsingar einar. Viðurkenning í orði er að vísu mikils virði, en hitt er þó óendanlega mikils meira virði, að þjóðin þekki sjálf og viti, hvað til hennar friðar heyrir, að hún verður því aðeins frjáls þjóð til frambúðar, að hver einstaklingur hennar sé frjáls maður í þess orðs fullu merkingu. Lítum nú í eiginn barm. Erum við frjálsir menn í hugsunum, orðum og athöfnum? Hræddur er ég um, að margur verði að svara þeirri spurningu neitandi, ef hann á að svara sannleik- anum samkvæmt. Og hver er þá leiðin til þess að vinna frelsið, verða frjáls og vera það til frambúðar? Bezta svarið við þeirri spurningu, sem ég þekki, eru hin fornu orð, sem valin voru að einkunnarorðum Alþingishúss ís- lands, þegar það var reist, sömu orðin, sem letruð standa í kapellu háskólans, einkunnarorð æðstu mennta og menn- ingarstofnunar þjóðarinnar, orðin, sem Jesús Kristur mælti við þá Gyðinga, sem tekið höfðu trú á hann: Sann- leikurinn mun gera yður frjálsa. Þau orð mættu og ættu að standa skíru letri fyrir sjónum hvers manns, sem telj- ast vill og verða vill frjáls þegn í frjálsu landi. Sú þjóð ein, sem sannleikanum þjónar, getur frjáls orðið bæði í orði og á borði. En hvað er sannleikur? Svo var spurt forðum og þótti ófróðlega spurt. Hver er sá sannleikur, sem megnar að gera menn frjálsa? Það fer fjarri því, að sannleikurinn sé alltaf auðþekktur eða auðfundinn. Því er það fögur áminning til eftirbreytni, sem einhver fyrsti vísindamaður á þessu landi lét eftirkomendum sínum í té: Að skylt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.