Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 22
18 MENNTAMÁL Barnakennarar 1944—45 Skrá sú, sem hér fer á eftir, er að mestu'leyti samin eftir kenn- araskrá fræðslumálaskrifstofunnar. Er henni ætlað að ná yfir alla starfandi harnakennara nú í vetur, hvort sem þeir skipa fasta stöðu eða eru stunda- eða forfallakennarar. í skránni á að sjást a) fæðingar- dagur og ár kennarans, b) hvenær hann lauk kennaraprófi eða öðru prófi, sé ekki um kennarapróf að ræða, c) hvar kennarinn starfar nú í vetur, og d) hvort skólinn er farskóli, fastur skóli, heimavistar- skóli eða einkaskóli. Þess skal getið, að það er yfirleitt ekki tekið fram um kaupstaðaskólana, að þeir séu fastir skólar. Um framhalds- nám kennara er að jafnaði ekki getið, en mesti fjöldi þeirra hefur sótt ýmiss konar námskeið og skóla, innan lancls og utan. Þó er á stöku stað getið framhaldsnáms, einkum í sérgreinum, þegar um skipulegt skólanám hefur verið að ræða. Skráin er höfð í stafrófsröð, til þess að fljótlegt sé að finna ákveðna menn í henni. Þessu fylgir sá annmarki, að seinlegt er að finna í henni, hvaða kennari er nú á einhverjum tilteknum stað, en ekki verður við öllu séð. Einhverjar villur og vantanir munu að sjálfsögðu finnast í skránni. Ritstjóra Menntamála væri mjög kært, að kennarar sendu honum sem fyrst leiðréttingar þeirra, er þeir verða varir við. Helztu skammstafanir eru þessar: A.: Austurbæjarskólinn. E. : einkaskóli. f.: fæddur eða fædd. Aftast í línu: farskóli. F. : fastur skóli. H.: heimavistarskóli. íþr.: próf frá íþróttaskóla íslands, Laugarvatni. K. : kennari. Kpr.: kennarapróf frá Kcnnaraskóla íslands, Reykjavík. Kpr. Flb.: kennarapróf frá kennaradeild Flensborgarskólans. L. : Laugarnesskólinn. M. : Miðbæjarskólinn. S.: Skildinganesskólinn. Sk.: skólastjóri. ( framan við nafn táknar, að kennarinn er stunda- eða for- fallakennari.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.