Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 16
12 MENNTAMÁL málinu fylgdu, voru: Benedikt sýslumaður Sveinsson, Páll prestur Pálsson, Pétur biskup Pétursson, Tryggvi bóndi Gunnarsson og Þórarinn prestur Böðvarsson, allt þjóð- frægir menn. Óskin um skólaskyldu málleysingjanna var samþykkt með 17 atkv. gegn 8, og rökstuddu sumir þing- manna neitun sína með því, að þeir teldu ekki heppilegt, að skólaskylda yrði fyrirskipuð nema föstum málleysingja- skóla yrði jafnframt komið upp. Stjórnin tók vel undir óskir alþingis um skólaskylduna og lagði frumvarp um það efni fyrir alþingi 1871. Þingið gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu, og tók stjórnin þær til greina. 26. febrúar 1872 var svo gefin út tilskipun um, að skylt væri að sjá öllum mállausum og heyrnarlaus- um börnum á aldrinum 10 til 14 ára fyrir kennslu, og skyldi jafnaðarsjóður greiða námskostnaðinn, að svo miklu leyti, sem aðstandendur barnanna væru þess ekki megnugir. Gilti tilskipun þessi fram til 19. júní 1922, er samþykkt voru lög þau um kennslu heyrnar- og málleys- ingja, er nú gilda. Séra Páll hélt málleysingjakennslunni uppi í rúm tutt- ugu ár, en þá bar dauða hans að hendi með þeim hætti, að hann drukknaði í Grímsá á Völlum 4. okt. 1890, réttra 54 ára gamall. Lengst af höfðu nemendur hans verið heldur fáir, enda var hann illa í sveit settur, fyrst bú- fastur á ýmsum stöðum í Skaftafellssýslum, Kálfafelli, Prestbakka og Stafafelli, en síðustu 9 árin í Þingmúla í Skriðdal. Ekki eru nú fyrir hendi gögn um það, hve mörgum málleysingjum séra Páll hafi kennt á þessum tíma, en svo segir Ragnheiður dóttir hans, móðir Arnfinns Jóns- sonar kennara, að hann hafi fermt 18 mállaus ungmenni, er hann hafði kennt árum saman, en vitanlega nutu fleiri málleysingjar kennslu hans um lengri eða skemmri tíma. Og vel báru þessir málleysingjar séra Páli söguha. Séra Páll hefur verið gáfumaður mikill og- fjölhæfur.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.