Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 7 ÖLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON: Málleysingjakennsla hér á landi (Á síðastliðnu hausti urðu ikólastjóraskipti við Málleysingjaskól- ann í Reykjavík, eins og kunnugt er. Frú Margrét Rasmus lét af störfum eftir 36 ára skólastjórn, en málleysingjakennslu liafði hún stundað í 45 ár. Ritstjóra Menntamála liefur þótt hlýða að nota þetta tækifæri til jress að birta hér í tímaritinu ágrip af sögu málleysingja- kennslunnar hér á landi. Hefur frú Rasmus látið í té margvís- legar upplýsingár, en ht'in er gagnkunnug þessum efnum, en annað er tekið eftir alþingistíð- indutn, stjórnartíðindum og enn öðrum heimildum.) Lengi fram eftir öldum mun lítt eða ekki hafa ver- ið sinnt um að kenna mál- lausum og heyrnarlausum börnum og unglingum hér á landi, enda slík kennsla skammt á veg komin í öðr- um löndum, eins og lesa má nánar um í hinni fróðlegu grein Brands Jónssonar í maíhefti síðasta árgangs Menntamála. Það má nefna Scra Páll Pálsson til dæmis, að málleysingja- skóli var ekki settur á stofn í Danmörku fyrr en 1807, en 1817 var lögleidd skólaskylda fyrir málleysingja þar í landi. Ekki löngu síðar fara Islendingar að koma mállausum

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.