Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 20
16 MENNTAMÁL Reykhólum, Þórðarsonar, og Þóreyjar Pálsdóttur bónda á Grund í Reykhólasveit, Guðmundssonar*. Hún var fædd 27. marz 1877, hafði numið málleysingjakennslu í Danmörku og starfað við skólann á Stóra-Hrauni síðan haustið 1899. Þegar til Reykjavíkur kom, átti skólinn við hin megn- ustu húsnæðisvandræði að stríða. Varð hann að hrökkl- ast úr einum stað í annan, og stundum varð að koma börnunum fyrir á heimilum í bænum. Alltaf var þó starf- inu haldið áfram, og 1918 eignaðist skólinn loks sjálfs sín hús, og var það byggt upp og endurbætt 1927. Árið 1922 fór frú Rasmus til Danmerkur til þess að kynna sér varalestursaðferðina við kennslu málleysingja. Hefur sú aðferð síðan verið notuð við skólann, en áður tíðkaðist mest fingramálsaðferðin. Tala nemenda á skólanum hefur verið mismunandi. Flestir hafa nemendur verið rúmir 30, en ekki voru það allt málleysingjar, því að málhöltum börnum og illa tal- andi hefur oft verið komið þangað til náms. Síðastliðið haust (1. september 1944) lét frú Margrét Rasmus af kennslu og skólastjórn. Hún hafði þá veitt málleysingjaskólanum forstöðu í 36 ár, en kennslu mál- leysingja hafði hún haft á hendi i 45 ár og alla tíð verið ákaflega samgróin skóla sínum. Mun ókunnugum erfitt að gera sér hugmynd um, hve þreytandi slíkt starf er í svo langan tíma eða hve oft og mikið reynir á þolinmæði og umhyggjusemi málleysingjakennara. Skólastjóri málleysingjaskólans er nú Brandur Jóns- son. Hann er fæddur 21. nóvember 1911, sonur séra Jóns í Kollafjarðarnesi, Brandssonar, og Guðnýjar Magnús- dóttur bónda í Miðhúsum í Hrútafirði, Jónssonar. Brand- *) Páll var bróðir séra Þorgeirs Guðniundssonar í „Glólundi" á Lálandi, er gaf Armann á Alpingi út með Baldvin Einarssyni og var vinur mikill Jónasar Hallgrímssonar.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.