Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 18
14 MENNTAMÁL Biblíusögur handa mál- og heyrnarlausum unglingum á íslandi. Kaupmannahöfn 1867. — Biblíusögurnar eru á ákaflega léttu máli, og auk þess skýringar á vandasöm- ustu orðunum fyrir aftan hvern kafla. Kristin fræöi Lúthers, með stuttum útskýringum handa mál- og heyrnarlausum unglingum á íslandi. Kaupmanna- höfn 1867. — Báðar þessar bækur voru prentaðar „að tilhlutun kirkju- og kennslustjórnarinnar“. Orðasafn til undirbúningskennslu handa mál- og heyrn- arleysingjum. Kaupmannahöfn 1867. Autographerað hjá V. Hansen. — Þessi bók er öll með skrifletri, 48 bls. að stærð. Eftir lát séra Páls fell málleysingjakennsla niður í bili. En á alþingi 1891 bar Magnús landshöfðingi Stephensen fram tillögu um, að landssjóður legði fram 1000 kr. til þess að styrkja mann til að læra málleysingjakennslu. Var það samþykkt í einu hljóði, og fór séra Ólafur Helgason í Gaulverjabæ samsumars til Danmerkur í því skyni. Séra Ólafur var ungur maður, fæddur 25. ágúst 1867, sonur Helga lektors Hálfdanarsonar og Þórhildar Tómasdóttur prófasts á Breiðabólsstað, Sæmundssonar. Ólafur var um veturinn í Danmörku og stundaði nám sitt með eldmóði ungs manns. Forstöðu málleysingjaskól- ans í Kaupmannahöfn hafði þá séra Frederik Heiberg, frændi leikritaskáldsins, ágætur maður, er bæði þá og síðar greiddi fyrir málleysingjakennslunni á Islandi eftir mætti. Skóli séra Ólafs hófst 1. október 1892. Hann var fyrst í Gaulverjabæ, en síðan að Stóra-Hrauni, eftir að séra Ólafur fluttist þangað 1893. í skólanum voru 9—12 börn, enda var þar ekki rúm fyrir fleiri. Námstíminn var 6 ár. Það kom skjótt í ljós, að einum manni var með öllu ofvaxið að kenna svo mörgum málleysingjum og sinna jafnframt prestsembætti. Fékk því séra Ólafur styrk úr landssjóði til þess að halda kennslukonu, 150 kr. á ári,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.