Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 19
menntamál 15 fyrst 1894. Fyrsta kennslukonan var Ragnheiður Péturs- dóttir hreppstjóra á Hríshóli í Reykhólasveit, Pétursson- ar. Hún hafði lært fyrst hjá séra Ólafi, en síðar í Kaup- mannahöfn. Séra Ólafur starfrækti skólann á 12. ár. Þá andaðist hann á leið til Kaupmannahafnar 19. febrúar 1904. Hann hafði verið afbragðskennari og komið málleysingjakennsl- unni í slíkt horf, að hún bar þess lengi menjar. Hann var hverjum manni ástsælli, bæði meðal málleysingjanna, sem hann kenndi, og sóknarbarna sinni. Ekkja séra Ólafs, Kristín ísleifsdóttir prests í Arnar- bæli, Gíslasonar, hélt skólanum áfram næsta ár. En haust- ið 1905 tók séra Gísli Skúlason við stjórn skólans. Hann var fæddur 10. júní 1877, sonur Skúla prófasts á Breiða- bólstað, Gíslasonar, og Guðrúnar Þorsteinsdóttur prests í Reykholti, Helgasonar. Málleysingjakennslu hafði hann numið í Kaupmannahöfn veturinn áður. Hann hafði skól- ann 3 ár, þangað til haustið 1908, en þá var skólinn fluttur til Reykjavíkur og gerður ríkisskóli. Séra Gísli var maður lærður vel, einkum í fornmálunum. Hann hafði unnið að þýðingu biblíunnar með Haraldi prófessor Níels- syni, og síðasta sumarið, sem hann lifði, vann hann af miklum áhuga að þýðingu samstofna guðspjallanna með Ásmundi prófessor Guðmundssyni. Hann gekk að eiga Kristínu ekkju fyrirrennara síns 15. apríl 1909, var allan sinn aldur prestur að Stóra-Hrauni og andaðist 19. ágúst 1942. Ekki var málleysingjunum kennd önnur handiðn á Stóra-Hrauni en prjón, enda slæm aðstaða til slíkra hluta. Var um það rætt að flytja skólann til Eyrarbakka, þar sem betri væri aðstaðan að þessu leyti. Af því varð þó ekki, heldur var hann fluttur til Reykjavíkur haustið 1908, eins og fyrr var sagt. Þegar skólinn kom til Reykjavíkur, tók við forstöðu hans Margrét, síðar frú Rasmus, dóttir Bjarna bónda á

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.