Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 32
28 MENNTAMÁL Tveir nýir skólar norðanlands. I nýútkomnu hefti af Heimili og skóla skrifar Snorri Sigfússon námsstjóri nm tvo nýja skóla. Farast honum svo orð meðal annars: „Eitt hið glæsilegasta skólaheimili í sveit er nú risið og að fullu reist í einum minnsta hreppi Eyjafjarðarsýslu, Árskógshreppi. Var jiar hafizt handa fyrir 6 árum, þótt aðalframkvæmdirnar féllu á mestu dýrtíðarárin. Auk kennslustofa, kennarabústaðar og heimavist- arherbergja, er sambyggður við skólahúsið mjög stór og fullkominn leikfimi- og samkonmsalur, og á þvf byggingin að þjóna ltæði þörf barnanna og hinna eldri. En þannig er þessu fyrir komið, að skólinn er algjfirlega út af fyrir sig í byggingunni og hitt, er að samkomum og notkun eldra fólksins snýr, einnig sér um allt. Þetta er höfuð- kostur, því að samkrull allt um skóla og samkomur er óheppilegt .... Þá liefur einnig á hinum síðustu missirum risið veglegt skólaheimili við Barðslaug í Fljótum. Hafa þar þrír aðilar verið að verki: Haga- neshreppur, ríkið og kvenfélagið á Siglufirði, sem notar heimilið fyrir dvalarstað siglfirzkra barna á stimrin. Er þetta hið prýðilegasta heintili, sem vantar þó enn fimleikasal. Að þessu heimili ganga þau börn, sem næst búa, en hin eru þar í heimavist .... Þessi tvö nýbyggðu skólaheimili í svcitum .... eru gleðilegur vottur um vaxandi skilning á því, að farskólahaldið, sem enn er víðast hvar drottnandi í sveitunum, er með öllu óviðunandi til frambúðar. Víða er orðið mjög erfitt með húsakost, og öll aðstaðan er víða hin aumasta, enda tolla sæmilegir kennarar Jtar illa, cn stöðug kennara- skipti eru mjög óheppileg fyrir alla aðila. Þetta þurfa allir að skilja og reyna úr að bæta, og úrbótin mun alls staðar reynast sú eina skynsamlega, er Árskógshreppur, Haganeshreppur og ýmsir fleiri hreppar, einkunt sunnanlands, hafa ]teg:,ir hrundið í framkvæmd, að byggð séu skólaheimili á tilteknum stöðum, og gangi Jjangað ]>au börn, sem næst búa, en hin hafi þar heimavist. Framtíðin mun sýna og sanna, að þetta fyrirkomulag er ltið eina, sem unandi er við í strjálbýlinu til frambúðar." Skólastjóri Árskógsstrandarskólans er Jóhannes Óli Sæmundsson, en skólastjóri skólans við Barðslaug er Ólafur Magnússon. ÚTGEFANDI: SAMHAND ÍSLEN7KRA líA RNAKENNAKA. Útgáfustjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngríntur Kristjánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri. Prentsmiðjan ODDI h.f.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.