Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 9 dvöl á málleysingjaskólanum í Kaupmannahöfn 8. janúar 1831, og sýnist veran þar hafi komið honum að drjúgu gagni. Nú kemur sá maður til sögunnar, er með réttu má kall- ast brautryðjandi málleysingjakennslunnar hér á landi. Hann hét Páll og var sonur Páls prófasts í Hörgs- dal í Vestur-Skaftafellssýslu, Pálssonar, og Guðríðar Jónsdóttur hreppstjóra og bónda á Kirkjubæjar- klaustri, Magnússonar. — Páll fæddist í Hörgsdal 4. október 1836. Fjórtán ára gamall fór hann í latínu- skólann í Reykjavík, en veturinn eftir veiktist hann og lá lengi mállaus. Segir dr. Jón þjóðskjala- vörður Þorkelsson, en hann hafði numið hjá Páli undir skóla, að hann „sagðist vita, hvað það væri að vera mállaus, og rann mjög til rifja, að allur þorri mál- leysingja á Islandi fékk ekki svo mikið sem að læra kristindóminn“. Árið 1866, er hann var nýorðinn prestur að Kálfafelli í Fljótshverfi, sótti hann um styrk til þess að kynna sér málleysingjakennslu í Danmörku. Pétur biskup Pétursson, sem tekið hafði biskupsdóm á þessu sama ári, flutti mál hans við stjórnina, og var Páli 11. febrúar 1867 veitt leyfi til að dvelja 3 mánuði í mál- leysingjaskólanum í Kaupmannahöfn á skólans kostnað og kynnast kennsluaðferðinni. Auk þess fékk hann 300 rikisdala styrk og linun í fargjaldi (25 ríkisdali í stað 45 ríkisdala). S:'ra Ólafur Helgasoti

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.