Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 30
26 MENNTAMÁL á ])\í, ;tð eilthvað væri liægt að gera sérstaklega lyrir þau börn, setn kynnu að dragast aftur úr. Og hve henni þótti vænt um, e£ annað livort foreldranna eða bæði leiluðu hjá henni ráða eða samvinnu .... Svava Þórleifsdótlir sleppti ekki nemendum sínum úr huga sér, þótt þeir færu úr barnaskólanum. Hún gekkst því hér fyrir stofnun unglingaskóla til íramhaldsnáms og stýrði honum, þangað til gagn- fræðaskólinn var stofnaður. . . . Jafnframt stýrði frú Svava iðnskólan- um í mörg ár .... Svava Þórleifsdóttir Jtefur lengi getað verið ung nteð ungum........ Vér óskum, að ltenni megi enn endast æskan í starfinu." Hervald Björnsson, skólastjóri í Borgarnesi, átti 25 ára stárfsafmæli sem skólastjóri þar nú í liaust. Hann er fæddur 2. apríl 1890, tók kennarapróf 1912 og var kennari á Akranesi frá 1912 til 1919, að ltann gerðist skólastjóri í Borgarnesi. Borgnesingar minntust þessa starfsalmælis hans rnyndar- lega, bæði þeir, sem þar eru búsettir og eins nemendur hans, sent burtu eru fluttir, því að I-Iervald er að maklegleikum maður afar vinsæll, enda meðal fremstu manna í kennarastétt. Sexlugsajmccli Snorra Sigfússonar. 31. ágúst s.l. átti einn af merkustu skólamönnum landsins, Snorri Sigfússon skólastjóri á Akureyri, sextugsafmæli, og var þess getið í septemberliefti Menntamála. Nú hafa Menntamálum borizt fregnir að norðan af afrnæli Snorra, og þykir maklegt, að þeirra sé getið hér að nokkru. A afmælisdaginn heimsótti fjöldi tnanna Snorra, bæði af Akureyri og úr Svarfaðardal. Voru lionum færðar margar góðar gjafir og margar ræður fluttar. A meðal ræðumanna var fyrsti nemandi hans, Helgi Símonarson, fyrrv. skólastjóri. Steinn Steinsen bæjarstjóri flutti einnig ræðu, og luku þeir báðir miklu lofsorði á skólastjórn Snorra og kennsfu. A afmælisdaginn ílutti Dagur greinar um Snorra eftir Ingimar Ey- dal, Valdimar Snævar og Sigurð Guðmundsson skólameistara, og var grein Sigurðar lengst og veigamest. Dáir skólameistari fjör og áltuga skólastjórans og telur það bæjar- og barnalán, að hann tók við stjórn barnaskólans, enda hafi stjórn lians þar verið með ágætum, eins og kunnugt sé. Um afmælisbarnið hafa einnig ritað þeir Hannes J. Magnússon í Heimili og slióla og Morgunblaðið og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum í Tímann, auk þess, sem Gunnar M. Magnúss skrif- aði hér í tímaritið. Afmæjisdaginn. bárust Snorra 251. heillaskeyti,. auk margra bréfa.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.