Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 29
MENNTAMAL 25 Fréttir og félagsmál Kristvarður Þorvarðsson varð sjötugur fyrir skömniu, f. 14. jariúar 1875. Hann tók próf úr kennaradeild Flensborgarskólans 1905. Hann liefur starfað að barna- kennslu öðru hverju síðan liaustið 1903, lengst af við farkennslu í Dalasýslu, og þar kenndi hann síðast veturinn 1941—42. Kristvarður dvelur nú í Reykjavík. Gestur O. Gestsson, skólastjóri í Flatey, varð fimmtugur 2. þ. m. (f. 2. jan. 1895). Hann iauk kennaraprófi 1915. Hann var kennari í Sveinsstaðahr. 1918—22, á Isafirði 1922—24, á Patreksfirði 1927—33, og í Flatey á Breiðafirði síðan 1933. Svava Þórleifsdóttir skólastjóri á Akranesi lét af störfum s.l. haust, eins og kunnugt er, og tók að sér störf fyrir Landssamband kvenna. Hafði hún jiá verið skólastjóri barnaskólans á Akranesi í 25 ár, en auk Jiess stjórnað jiar unglingaskóla og iðnskóla í mörg ár. Við skólasetningu á Akranesi 1. október s.l. minntist formaður skólanefndar, séra Þórsteinn Briem, þessara starfa Svövu, og er ræða hans prentuð í Foreldrablaði Kenn- félags Akraness í desember. Þar segir hann svo meðal annars: ,,.. . Þá sannast það á oss nú, að vér vitum hvað vér missum, er hún fer frá oss. Fyrir |iví vildi ég nú gera Jrað, sem skyldast er — að þakka .... Ég byrja á Jiví, að Jiakka henni fyrir min börn. Þær dætur mínar minnast hennar ekki aðeins sem afburða kennara, heldur og sem vinar . . . Þá vil ég færa fráfarandi skólastjóra þakkir lyrir hönd skólanefndar. Ég vil Jiakka fyrir góða samvinnu. Ég vil þakka lienni áhuga hennar og ósérhlífni í starfinu. Ég vil enn fremur Jiakka henni, að hún hefur, þrátt fyrir mikil og þreytandi störf, jafnan haldið áfram að afla sér æ meiri Jiekkingar og Jiví haklið andanum og áliug- anum ungum, jafnvel þótt heilsan tæki að bila .... Eitt af Jiví, sem ég tel eftirtektarvert um Svövu Þórleifsdóttur, er það, hve mikið far liún vildi gera sér um að geta þekkt og fylgzt með námsjiroska hvers einstaks barns, jafnvel í neðri bekkjum skól- ans. Hve hún gat t. d. fljótt sagt um Jiað, hvort þessu barni ætlaði að ganga betur eða verr en eldra svstkini þess. Hve hún var ánægð, ef hún Jiurfti þar ekki að hafa áhyggjur. Hve hún hafði mikinn áhuga

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.