Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 14
10 MENNTAMÁL Um þetta leyti hafði nýr maður tekið við forstjórn málleysingjastofnunarinnar dönsku, Jens Peder Trap (f. 1810, d. 1885), leyndarráð að nafnbót, en stjórnarráðs- ritari að starfi (1856—1884). Hann hafði einnig forystu um málefni blindra manna, og reyndist hinn skyldurækn- asti við þessi störf sín eins og önnur, sem honum var trúað fyrir. Hann var mjög handgenginn konungunum, einum eftir annan, var t. d. í fylgd með Kristjáni 9., þegar hann kom hingað þjóðhátíðarárið 1874.* Þarf ekki að efa, að það hefur fyrst og fremst verið að hans ráð- um, hve vel erindi séra Páls var tekið, enda styrkti hann Pál jafnan síðan í starfsemi hans í þágu málleysingjanna eftir því, sem hann fékk við komið. Hinn 4. september 1867 var séra Páli veitt leyfi til að kenna mállausum og heyrnarlausum börnum á íslandi. Gefur Trap forstjóri honum þá þann vitnisburð, að hann hafi ,,aflað sér svo mikillar þekkingar og æfingar í kennslu mállausra og heyrnarlausra, að það mundi mega fela honum á hendur að kenna mállausum og heyrnarlausum börnum á íslandi“. Jafnframt vekur forstjórinn athygli stjórnarinnar á því, að íslenzk börn hafi ekki eins mikil not af kennslunni í danska skólanum og æskilegt væri. Nefnir hann einkum tvær ástæður til: 1) Börnin læri dönsku í skólanum, en ekki íslenzku, og séu næstum því eins aumlega einstæðingsleg innan um fólkið, þegar þau komi heim aftur, og þó þau hefðu enga menntun öðlazt. 2) í skólanum „sé allt svo ólíkt því, sem þau áður hafa vanizt og aftur eigi að hverfa til, að sjálfsagt fá af þeim muni geta orðið eins ánægð og nýt til sýslunar sinnar, eins og þau hefðu getað orðið, ef þeim hefði ekki verið svipt burt úr átthögum sínum; og við þetta bætist loks, *) 'J’rap leyndarráð var einn af stofnendum Hins konunglega danska landfrœðifélags og samdi nákvæma Danmerkurlýsingu, Stalis- tisk-topografisk Beskrivelse af Kongeriget Danmark, mikið rit og vandað, 5 bindi, 1856—59.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.