Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 27 Eitt þeirra heillaskeyta var frá séra Jakob Kristinssyni, fyrrverandi fræðslumálastjóra, svo hljóðandi: Heill þér, Snorri, í snerru inn snari, hvergi spara muntu þig við menntir. mætar, sextugum fæti þótt stigir á grund, ei geiga gómaörvar, njót sóma, skelfir lakra skóla, skörungur kennslutungna. Kennarafundur í Borgarnesi. Bjarni M. Jónsson námsstjóri kallaði saman kennarafund í Borgar- nesi dagana 17.—19. nóvember s.l. fyrir kennara á svæðinu frá Ond- verðarnesi að Skarðsheiði. Menntamál liafa spurzt frétta um fund þennan hjá námsstjóranum, og lét hann hið bezta yfir honum. Fund- urinn var ágætlega sóttur. Lengst átti ritari fundarins, kennarinn í Breiðuvík, 140 km. leið. Þó var fundarsóknin erliðari lijá öðrum kennara, sem gekk 25 km. leið á fundarstaðinn. Sýnir þetta ljóslega áhuga hinna afskekktari kennara iyrir kennarafundum og starfi sínu. Dagskrá fundarins var næstum hin sama og á fundinum, sem skýrt var frá í viðtali við Bjarna M. Jónsson í Menntamálum í fyrra, að því viðbættu, að samkvæmt tilmælum námsstjórans buðu kennararnir í Borgarnesi fundarmönnum að hlusta á kennslu í reikningi og móður- niáli í barnaskóla Borgarness. Hervald Björnsson skólastjóri kenndi reikning, en Björgvin Jörgensson málfræði, og skýrðu þeir síðan í ræðu frá starfsaðferðum sínum við kennslu þessara greina. Var síðan rætt um kennslu þeirra og kennslu í jjessum greinum almennt, enn- fremur um framkomu skólabarnanna, eins og hún kom fundarmönn- um fyrir sjónir, og skólasiði almcnnt. Þótti fundarmönnum þessi dag- skrárliður liinn ágætasti. Nýir skólar i Gullbringusýslu. í desember s.l. var vígt nýtt barnaskólahús í Gerðahreppi. Húsið er hið glæsilegasta. í því eru þrjár almennar kennslustofur og handa- vinnustofa. Rúmgóður iþróttasalur er þar ásamt baði og gufubaði. Enn lremur er íbúð í húsinu. Eftir er að laga lóð skólans og girða. — I fyrra skýrðu Menntamál frá vigslu skólans í Njarðvíkum, og næsta ár verður væntanlega barnaskóli vígður á Vatnsleysuströnd, því að hann er nú langt kominn. Og fleiri skólar eru í undirbúningi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.