Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.01.1945, Blaðsíða 17
MENNTAMAL 13 Kunnugur maður* segir svo um hann: „Haim kenndi málleysingjum . . . mæta vel bæði til bókarinnar og vandi þá við vinnu; hélt og kennara handa þeim. Hann kenndi og að jafnaði ungum mönnum og breiddi mikið ut menntun í kringum sig. Undir skóla kenndi hann ýmsum.....Hann var góður kennari, þegar annir hindruðu ekki. . . Gáf- urnar voru miklar, liðugar og mjög fjölhæfar, og ör-- lyndið var að sama skapi. Honum þótti því miður, eins og mörgum, of góður sop- inn. . . Hann var í sjálfu sér búforkur, en fjárgæzl- an var ekki að sama skapi, og hægri höndin vissi ekki, hvað sú vinstri gerði .... Hann var höfðingi í lund og góðgjarn langt yfir efni fram, . . fjörmaður og gleði- maður og manna skemmti- legastur. Þorvarður læknir Kjerulf kvað um hann lát- inn: Vígmóður í volki heims, var þó jafnan glaður, öllum veitti án auðs og seims afbragðs gáfumaður.“ Það er til marks um atorku og áhuga séra Páls, að hann samdi þrjá kennslubækur handa málleysingjum, meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn 1867. Þessar þrjár bækur voru: *) t)r. Jón Þorkelsson í Sunnanfara III, 60. (Smbr. einnig Sunnu- clagsblað Vísis 4. okt. 1936.)

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.