Menntamál - 01.04.1945, Qupperneq 3

Menntamál - 01.04.1945, Qupperneq 3
MENNTAMÁL XVIII., 4. APRlL 1945 Viðtal við Svövu Þórleifsdóttur (Svava Þórleifsdóttir er fædcl að Skinnastað í Oxarfirði 20. okt. 1886, en þar var faðir hennar, hinn kunni fræðimaður Þórleifur Jóns- son, þá prestur. Svava tók gagnfræðapróf úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði vorið 1904 og hef- ur stundað barnakennslu óslitið síðan, þar til hún lét af skóla- stjórastörfum síðastliðið haust, að einum vetri undanskildum, er hún var við nám í Iíennara- skólanum (próí þaðan 1910). Frá því að hún kom úr Flens- þorg og þangað til að hún fór I Kennaraskólann kenndi hún á ýmsum stöðum í Húnavatns- sýslu og Norður-Þittgeyjarsýslu, en eftir að hún lauk kennara- prófi var hún fyrst farkennari í Oxarfirði (1910—13) og kenndi þar jafnframt unglingum, síðan skc'ilastjóri á Bíldudal 1913—19 og loks skólastjóri á Akranesi 44- A Akranesi stjórnaði hún lengst af unglingaskóla og var auk þess lengi skólastjóri iðnskólans þar. Má glöggt marka það af ræðu, er séra Þorsteinn Briem iltitti við brottför liennar af Akranesi síðastliðið haust. hver eftirsjá mönnum þar var að henni. Frá þeirri ræðu er nokkuð sagt í janúar- hefti Mennlamála. Svava Þórleifsdóttir hefur tekið mikinn þátt í félagsskap kennara, baiði fyrr og síðar. Það er starfssystkinum hennar löngu Ijóst, að hún hefur verið meðal beztu skólamanna landsins. Ritstjóri Menntamála sá sér því lcik á borði, þcgar hún nú er flutt til Reykjavikur og tekin við störfum fyrir Samband íslenzkra kvenfélaga, og heimsótti hana 1 skrifstofu hennar í Búnaðarfélagshúsinu. Bar þar sitthvað á góma, og verður hér birtur einn kafli úr samtalinu.)

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.