Menntamál - 01.04.1945, Qupperneq 4

Menntamál - 01.04.1945, Qupperneq 4
82 MENNTAMÁL „Þú hefur verið æði lengi á Akranesi?" segi ég. „Tuttugu og fimm ár,“ svarar Svava. „Miklar breytingar hafa nú orðið þar á þeim tíma?“ segi ég. „Gífurlegar,“ segir hún. „Mannfjölgun mikil og marg- víslegar framfarir. Mörg fyrstu árin, sem ég var þar, fóru allir bátar til Sandgerðis strax eftir nýár og stund- uðu veiðar þaðan alla vetrarvertíðina. Konur og börn, ungmenni og gamalmenni sátu heima. Flestir verkfærir karlmenn fóru í burtu og sáust ekki aftur fyrr en um sumarmál. En síðan útróðrarnir hófust heiman að, er vetrarvertíðin á Akranesi órólegur tími til skólahalds. Heita má, að allur bærinn beri þá svipmót vertíðarinnar: annríkisins, þegar gæftir eru, en eirðarleysis atorku- mannsins, er ekki fær aðhafzt, þá er landlegur eru. Þetta er líka hábjargræðistími Akurnesinga. Þeim væri öðru vísi farið en öðrum mönnum, ef hugur þeirra væri þá eigi mest bundinn önnum og gróðavon daganna.“ „En hvað er þá um börnin í skólanum?" „Vitanlega hrífast þau með. Skólinn verður sumum þeirra aukaatriði. Heimilin geta heldur ekki, þótt þau séu öll af vilja gerð, séð fyrir því sem skyldi, að börnin hafi skilyrði til heimanáms. Húsfreyjan oftast ein með barnahóp og menn í vinnu. Gatan, bryggjan og vinnu- stöðvarnar verða eftirsóttari staðir fyrir börnin en heim- ilið, því að heima má búast við barnagæzlu eða sendi- ferðum, en hvorugt er eftirsóknarvert á eftir skólavist- inni. Á vinnustöðvunum og bryggjunum er- ef til vill hægt fyrir röskan dreng að fá eitthvað að starfa, en önnum kafnir verkamenn eru oft ekki sérlega vandir að orðum né gerðum gagnvart þessum smælingjum, þegar þeim virð- ast erindin smá og þröngin nóg, þótt óþarfir aðilar séu eigi með á sveimi „bara til þess að þvælast fyrir“.“ „Heldurðu, að hægt sé að gera hér eitthvað til um- bóta?“

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.