Menntamál - 01.04.1945, Síða 21
MENNTAMÁL
99
hug sinn og krafta, svo að segja óskipt, enda hefur honum
hlotnazt að launum ást og trúnaðartraust barnanna, hvar
sem leiðir hans og þeirra hafa legið saman að nokkru ráði.
Ég kynntist Jóni Sigurðssyni um það leyti, sem hann
fluttist hingað til Reykjavíkur. Lengst af síðan hafa leiðir
okkar að einhverju leyti legið saman vegna starfs í þágu
sameiginlegra áhugamála. Þegar ég nú lít yfir farinn veg,
vil ég segja, að tryggari og öruggari samstarfsmann hef
ég ekki átt, jafnframt því sem bæði hann og kona hans
Katrín hafa orðið mér hinir kærustu vinir. Gott er að
vinna og vera með slíku fólki. Megi hamingjan fylgja
þeim hjónum og láta íslenzka þjóð njóta þeirra lengi.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Bækur sendar Menntamálum
More Verse Worth Remembering, selected by Stanley
Maxwell, M. A„ LL. B„ 245 + X bls„ verð: 3 sh. 6 d. (í
bandi). Þetta er safn enskra úrvalskvæða, ekki ætlað skól-
um fyrst og fremst, þótt vitanlega megi nota það þar,
einkum í framhaldsskólum, heldur miklu fremur öllum
ljóðelskum mönnum. Rúmlega 180 kvæði eru í bókinni
eftir 87 höfunda. Er höfundunum raðað eftir aldri, en
aftast í bókinni eru stutt æviágrip þeirra í stafrófsröð.
Elztur nafngreindra höfunda er Chaucer (d. 1400), en
yngstur Edmund Blanden (f. 1896). Fjöldi heimsfrægra
skálda er í bókinni, svo sem Shakespeare, Milton, Words-
worth, Byron, Shelley, Longfellow, Poe, Tennyson, Hardy