Menntamál - 01.04.1945, Page 25

Menntamál - 01.04.1945, Page 25
MENNTAMÁL 103 efni í teiknun og smíðum, sem nám stunda í myndlista- deild eða smíðadeild Handíðaskólans, fá í Kennaraskólan- um alla þá bóklegu kennslu, sem þeim er nauðsynleg til þess að öðlast kennararéttindi, og ljúka 'þannig kennara- prófi frá báðum skólunum. Er þessi samvinna milli skól- anna hin hagkvæmasta á marga lund. Það tengir skólana enn saman, að Kurt Zier er einnig teiknikennari í Kenn- araskólanum. Yfir 300 manns stunduðu nám í Handíðaskólanum s. 1. vetur. Húsnæði það, sem hann hefur til umráða (á Grund- arstíg 2), er allsendis ónóg, svo að fjölda manna verður jafnan að vísa frá. Yngstu nemendurnir hafa verið 6 ára gamlir, en elzti nemandinn á áttræðisaldri. Handíðaskólinn hélt sýningu dagana 1. til 14. maí s. 1. Þar var ekki sýnt nema sýnishorn af vinnu skólans, lítið sýnishorn, en gott. Var þar margt að sjá. Uppi á veggjum héngu teikningar og vatnslitamyndir, flestar gerðar eftir lifandi fyrirmyndum. Margar þeirra eru mjög prýðilegar og lýsa töluverðri kunnáttu, glöggu auga og skilningi á verkefninu. Þar voru einnig sex stórar litmyndir úr Þrymskviðu. Þær myndir voru gerðar í myndlistadeild í fyrravetur og eru alls tólf, hver annarri skemmtilegri. Er í ráði að gefa Þrymskviðu út í vandaðri útgáfu og eiga þessar myndir að vera þar. Kurt Zier hefur skrifað alla kviðuna upp með fornlegu skrautletri og verður hún prentuð þannig. Munu fleiri en ritstjóri Menntamála einn hlakka til að sjá þá útgáfu. Gipslíkön voru einnig á sýningunni úr myndlistadeild og altarismyndir nýstárlegar mjög, hálfgegnsæjar og gerð- ar í líkingu við myndir á kirkjugluggum miðalda, en þó ekki málaðar á gler. Altarismyndir þessar hafa verið gefnar elliheimilinu Grund. Smíðadeild átti þarna meðal annars ýmiss konar hús- gögn: borð, stóla, skápa, sem jafnframt geta verið skrif-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.