Menntamál - 01.04.1945, Page 29

Menntamál - 01.04.1945, Page 29
MENNTAMÁL 107 3. Björn Eiríksson, fór til Ameríku. 4. Egill Erlendsson, rafvirki í Chicago. 5. Guðrún Einarsdóttir, húsfrú í Keflavík. 6. Gunnar Gunnarsson, bóndi á Laugabóli á Langadalsströnd. 7. Gunnlaugur Kristmundsson, sandgræðslustjóri, Hafnarfirði. 8. Eíákon J. Helgason, kennari í Hafnarfirði. 9. Jens Guðmundsson, kennari í Hafnarfirði, d. 1914. 10. Kristvarður Þorvarðsson, fyrrv. kennari, Reykjavík. 11. Ólafía Þórðardóttir, húsfrú í Reykjavík. 12. Sigurður Sigurðsson, prestur í Hlíð, d. 1921. 13. Sigurður Þorvaldsson, kennari á Skagaströnd og í Vindhælishr. 14. Valdimar Erlendsson, bókari í Reykjavík, d. 1918. Kennarapróf fyrir 25 árum. Eftirtaldir 6 menn tóku próf úr Kennaraskóla íslands vorið 1920, og stunda þeir allir kennslu nema einn: 1. Guðrún Jensdóttir, kennslukona á Staðarfelli. 2. Hallgrímur Jónasson, kennari við Kennaraskólann. 3. Ingimar Jóhannesson, kennari í Reykjavík. 4. Jónas Guðmundsson, eftirlitsmaður bæjarfélaga, Rvík. 5. Jónas Jósteinsson, kennari í Reykjavík. 6. Sigurður Sigurðsson frá Knútsstöðum, kennari í Ljósavatnshr., S.-Þing. Kennaraskóla fslands var sagt upp íyrir skömmu. Um 50 manns hafa stundað nám í skól- anum í vetur. Breyting skólans í fjögra vetra skóla úr þriggja vetra skóla kemur nú til framkvæmda á þann hátt, að nemendur þriðja bekkjar taka ekki kennarapróf fyrr en næsta vor. Þeir höfðu að vísu heimild til þess að taka próf eftir gömlu lögunum (þ. e. úr 3. bekk), því að þeir voru komnir í skólann, þegar núgildandi I(>g um skólann gengu i gildi, en jreir kusu sjálfir að lengja skólatíma sinn um eitt ár, úr því að þeir áttu kost á því. Einn stúdent lauk kennaraprófi við skólann: Guðrún Helgadóttir læknis á Vifilsstöðum. 3 menn luku þar tilskildu prófi kennara í sérgreinum:Unnur Gisladóttir í handa- vinnu og Magnús Kristjánsson og Rögnvaldur Sveinbjörnsson í leik- fimi. Skólamálafundur var haldinn í Borgarnesi 24. apríl s. 1. Bjarni M. Jónsson náms- stjóri hafði boðað til fundarinns skólanefndir allra farskólahverfa Mýrasýslu, hreppsnefndaroddvita og sýslunefndarmenn sömu hreppa,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.