Menntamál - 01.04.1945, Page 33
MENNTAMÁL
111
greinargerðum þeim, er þeim fylgja, þótt ekki verði frekar um það
rætt liér að þessu sinni.
17 íþróttakennarar
störfuðu í vetur <á vegum Iþróttasambands Íslands og voru 12
þeirra jafnframt starfsmenn Ungmennasambands íslands. Sumir kenn-
aranna kenndu jafnframt í héraðskólum eða barnaskólum og fengu
laun fyrir það frá fræðslumálaráðuneytinu. Kennararnir voru þessir:
Arnfinnur Ingimundarson (skíðakennari) í Strandasýslu.
Axel Andrésson hefur haldið námskeið (einkum í knattspyrnu og
handknattleik) í Reykjavík, Akranesi, Reykjaskóla, Hvanneyri, Hól-
um, Reykhohi, Núpi, Flateyri og Sauðárkróki.
Bjarni Bachmann í Árnes- og Rangárvallasýslum.
Björn Magnússon á Seyðisfirði.
Gunnar Ólafsson á Búðum í Fáskrúðsfirði.
Guttormur Sigurbjörnsson á Austurlandi og í vor á Isafirði.
Halldór Jóliannesson í Svarfaðardal.
Haraldur Sigurðsson i Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu.
Hermann Guðmundsson á Drangsnesi i Strandasýslu.
Jón Hjartar á Bíldudal og nú á Akranesi.
Karl Guðmundsson í Keflavík, Norður-Þingeyjarsýslu, Mývatnssveit
og Skagafirði.
Iíjartan Bergmann (glímukennari) í Reykjavík, Akranesi, Hvann-
eyri og Austfjörðum.
Kristján Benediktsson í Garði, Dalasýslu og Vestur-ísafjarðarsýslu.
Óskar Ágústsson (skíðakennari) á Austfjörðum.
Páll Guðmundsson (skíðakennari) á Patreksfirði.
Sigríður Guðjónsdóttir á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Stefán Þorleifsson í Neskaupstað.
Skólasýningar.
Það er siðvenja víða um land, að í lok skólatímans er lialdin sýning
á ýmsu Jrví, er unnið hcfur verið á vegum skólans um veturinn. Eink-
um er það liandavinna, sem sýnd er, bæði stúlkna og pilta, en jafn-
framt teikningar og vinnubækur. Það er ýmist, að á sýningunum sé
einungis sýnt úrval úr Jjví, sem unnið hefur verið í skólanum, eða
sýnirigunni sé hagað Jrannig, að hún gefi sem réttasta mynd af vinnu-
brögðum skólans yfirleitt og þeim árangri, sem náðst hefur. Nú er Jrað
hvort tveggja, að Menntamálum berast fáar fregnir af þessum sýning-
um, enda eru Jrær um margt svo líkar liver annarri, að ekki væri unnt
að segja mikið frá hverri einni án endurtekninga. Þó vildu Mennta-