Menntamál - 01.05.1946, Page 7

Menntamál - 01.05.1946, Page 7
MENNTAMAL 77 hinna fyrri vetra, þar sem námið er ekki lengur bundið tilliti til annarra skóla. — I lögunum er einnig gert ráð fyrir tveggja ára gagnfræðaskólum í sveitum. Eiga þeir að taka við nemendum, sem lokið hafa unglingaprófi. Höfuðbreytingin á skipan menntaskólanna er sú, að gagnfræðadeildirnar við þá leggjast niður, en þeir verða samfelldir fjögurra ára skólar- Varðandi háskólann eru engar breytingar í lögunum. Nú hefir verið rakið aðalinntak hinna nýju laga. Hafa þau að geyma þau ákvæði, ef lúta að heildarskipan skóla- haldsins. Þau eru uppdráttur að hinum mikla skólameið, þar sem sumir skólar eiga samastað í stofni, aðrir í grein- um, sem ber mishátt við himin. Rætur sínar felur hann í þeim jarðvegi, er nefnist íslenzkt þjóðlíf, þaðan er hann runninn og þangað skulu ávextirnir falla. Ármann Halldórsson. Skola ocli samhalle, i.—2. hel'ti þessa árs, lietiir MennlamAlum borizt, en það er sænskt tímarit um uppeldis- og kennslumál, sem hinn góðkunni skólamaður, /.. Goltfried Sjöholm í Gautaborg, gefur út. Þetta liefti er allt um .sálfræðilegar athuganir, m. a. um greindarpróf og orsakir skrópa. — Skola och samhalle kemur út í 6—8 heftuin á ári og kostar 5- kr. sænskar árgangurinn. Sólskin, barnasögur og ljóð, kom út í Reykjavík á sumardaginn fyrsta, eins og undanfarin ár. Barnavinafélagið Sumargjöf er útgefandi, en Loftur Guðmundsson hefur annazt útgáfuna. Hefur hann sjálfur samið ritið að langmestu leyti, en sögur eru þar einnig eftir Sigurð Helga- son og Sigrúnu Sigurjónsdóttur. Skemmtilegar teikningar eru í heft- inu eftir Loft. Að öllu er Sólskin hið læsilegasta að þessu sinni og góður. fengur yngstu lesendunum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.