Menntamál - 01.05.1946, Síða 10

Menntamál - 01.05.1946, Síða 10
80 MENNTAMAL Þorleifur frá Jarðlangsstöðum sjötugur Þorleifur Erlendsson frá Jarðlangsst. í Mýrasýslu er einn þeirra öldurmenna, er teljast má lærifaðir þriggja kynslóða. Hann er tveggja alda maður, ef svo má að orði komast. Hann er af þeim stofni 19. aldar, er hóf sig að mestu með sjálfs- menntun til þess trausts og frama að vera tekinn til þess að kenna öðrum og miðla af þekkingu sinni. Að hinu leytinu er hann maður nýrrar aldar, að hann hef- ur leitazt við að tileinka sér þá menntun og menningu, sem hann hefur átt kost á, og jafnan séð margt gott í hinum nýja tíma. Þannig hefur hann fylgzt með nýjungum í kennslu og sótt flest kenn- aranárriskeið, sem haldin hafa verið hér á landi. Er það til marks um hinn mikla og einlæga áhuga hans fyrir upp- eldismálum. En auk þess hefur hann verið nálægur á flestum kennaraþingum, sem haldin hafa verið á íslandi. Þorleifur hefur nú, er hann stendur á sjötugu, stundað kennslu með litlum frátöfum um hálfrar aldar skeið. Þessa er maklegt að minnast, því að hann hefur sætt því hlutskipti, sem erfiðast þykir í kennslu hér á landi: hann hefur verið farkennari. Þorleifur er fæddur á Jarðlangsstöðum 5. marz 1876-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.