Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 15

Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 15
MENNTAMÁL 85 Ólafur Ólafsson skólastjóri Húsgögn barnaskólans á Þingeyri eru ekki sam- kvæmt nýjustu tízku. Þau eru að gerð og útliti eins og tíðkaðist fyrir 30—40 árum. En þó sér ekki á þeim slit eða skemmdir. Þau eru hvorki krotuð né flúruð eða skemmd á ann- an hátt. Lauslegt yfirlit um skólastofurnar sannar því það, að þar hefur sá haft húsbóndavald, sem gat lát- ið. til sín taka og mótað umgengni og heimilisbrag með stjórn á hönd og huga. Ólafur Ólafsson skólastjóri er fæddur í Haukadal í Dýrafirði 13. apríl 1886. Hann ólst upp við alþýðleg störf á landi og sjó. Faðir hans hafði landsnytjar, en var þó jafnframt skipstjóri á sumrum, ráðdeildarsamur at- gjörfismaður og sægarpur. Þess má geta hér til gamans og fróðleiks um kynstofn Ólafs, að þessir menn allir eru fjórmenningar við hann: Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, Bárður Tómasson skipa- smíðameistari, Björn Guðmundsson fyrrv. skólastjóri á Núpi, Guðmundur Bárðarson jarðfræðingur og Matthías Einarsson læknir, svo að nefndir séu nokkrir menn, sem kunnir eru af ýmiss konar störfum. ólafur vandist skyldurækni og trúmennsku í föðurgarði. Þær dygðir hafa orðið honum eiginlegar og fylgt honum,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.