Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 17

Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 17
MENNTAMÁL 87 GUÐFINNA GUÐBRANDSDÓTTIR: Heimsókn í skóla (Guðfinna Guðbrandsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, hefur sent Menntamnlum eftirfarandi grein til birtingar. Ritstj. er ánægja að birta í tímaritinu stutía pistla um starfsemi einstakra skóla, því að vel rná slíkt vera lil uppörvunar.) Síðari hluta vetrar 1943 kynntist ég ungfrú Guðrúnu Stephensen. Hún var þá kennari við skólann á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði- í skólanum voru stúlkur á aldr- inum 14—17 ára, úr Reykjavík og víðar að. Þennan vetur var ég barnakennari í sömu sveit. Einn dag í páskafríinu fór ég að Kleppjárnsreykjum til þess að sjá og kynnast störfum skólans og uppeldisheimilisins þar. Nemendur voru þá tíu, og nutu þeir mikillar verklegrar kennslu. Guðrúnu og ráðskonunni var það áhugamál, að skólavistin mætti verða námsmeyjunum að sem mestu gagni í lífinu. Sumar stúlkurnar voru að læra matreiðslu og algeng heimilisstörf hjá ráðskonunni, en aðrar alls konar saum og vefnað hjá Guðrúnu. Guðrún fór með mig niður í dagstofu, er ég hafði setið nokkra stund uppi hjá henni, og kynnti mig ungu stúlk- unum, sem voru glaðar í bragði. Þær voru að spila á spil, en ein sat og lék á píanó. Guðrún bað nokkrar þeirra að koma með það, sem þær höfðu unnið í skólanum og sýna mér. Þær voru fúsar til þess. Þar gafst á að líta, og undraðist ég, hve miklu þær höfðu afkastað um vetur- inn. Þar sá ég alls konar fatnað, sem þær höfðu saumað, ytri sem innri, kjóla, blússur, pokabuxur, síða sloppa og

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.