Menntamál - 01.05.1946, Page 23

Menntamál - 01.05.1946, Page 23
MENNTAMÁL 93 ari á Akureyri var hann 1914—16, skólastjóri í Ölafsvík 1916—19, skólastjóri í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 1919 —22, en síðan haustið 1922 hefur hann kennt við Mið- bæjarskólann í Reykjavík. Hallgrímur Jónsson fyrrver- andi skólastjóri Miðbæjarskólans segir um Þorstein, að hann sé ,,ötull kennari og stjórnsamur". Hann hefur verið bókavörður skólabóka- safnsins um langt skeið og unnið þar mikið starf. Hann hefur einnig verið í stjórn kennarafélags skól- ans og formaður þess um hríð. — Höfundur þess- ara lína vann einu sinni tímakorn með Þorsteini og Agli Þórlákssyni og minn- ist þeirra daga oft með ánægju, því að þá flugu margar stökur úm bekki, sumar smellnar, því að Þorsteinn kann einnig vel til þeirra hluta. Um alla þessa fimm kennara á það við, sem Snorri Sigfússon skóla- stjóri segir um kennarana, er hófu starf sitt um líkt leyti og fyrstu fræðslulög okkar voru sett 1907, en hann segir svo (í afmælisgrein um Egil Þórláksson í Degi): ,,Þeir hafa um margt átt erfiða aðstöðu og örðugan starfsdag, verið einskonar landnemar og ruðningsmenn í fræðslumálum þjóðarinnar. Þáttur þeirra kann síðar að þykja allmerkilegur, og þá máske ekki sízt fyrir það, hve ,,aktaskriftin“ var fjarri þeim, hve starfsgleðin var djúp og einlæg og áhuginn sterkur“. Ölafur Þ. Kristjánsson. Þorsteinn G. Sigurðsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.