Menntamál - 01.05.1946, Síða 24

Menntamál - 01.05.1946, Síða 24
94 MENNTAMÁL Barnahjálpin Framkvæmdastjórn Barnahjálparinnar hefur sent Menntamálum skýrslu um árangur starfsemi sinnar, en birting hennar hefur dregizt lengur en æskilegt hefði ver- ið. Skýrslan er miklu lengri en svo, að unnt sé að birta hana hér í heilu lagi, en þetta eru helztu atriði hennar: Skólabörn víðsvegar um landið önnuðust söfnunina, og tóku skólastjórar við fé því, er safnaðist, og sendu það til fræðslumálaskrifstofunnar, en hún hafði á hendi fjár- geymsluna, unz fénu var ráðstafað til brottsendingar. Samkvæmt skilagrein skrifstofunnar nam söfnunin kr. 433903,67. Rauði-Krossinn íslenzki og Rauði-Krossinn sænski að- stoðuðu Barnahjálpina við sendingu og úthlutun fjárins. Sendifulltrúi íslands í Stokkhólmi, Vilhjálmur Finsen, var óþreytandi í að greiða fyrir framgangi málsins. Um skiptingu samskotafjárins segir í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar: „Þessu fé hefur verið skipt þannig: 1. 16 þúsund matarpakkar sendir til Noregs í vor (þ. e. 1945). Börnin fengu pakkana um leið og skólar hættu i vor.... Verðmæti alls ca. 80 þúsund sænskar krónur. 2. Fatnaður sá, er safnaðist, var sendur til Norður- Noregs í fyrravetur með aðstoð Rauða-Kross íslands og keypt dálítið í viðbót. Voru það alls 4 kassar. Verðmæti 8000 krónur. 3. Þegar friður komst á í Evrópu, ákvað forstöðunefnd söfnunarinnar að af fé því, er safnazt hafði til þess að greiða mánaðargjöld með norskum börnum — fóstursjóð- urinn —, skyldi haldið alveg sér, en samskotafénu ann- ars skipt jafnt milli Norðurlandanna þriggja: Noregs,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.