Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 95 Danmerkur og Finnlands. Voru það um 80 þúsund krónur í hlut. Landssöfnunin til hjálpar Noregi og Danmörku var hafin um það leyti. í samráði við forstöðunefnd þeirr- ar söfnunar voru keyptar vörur við hæfi barna fyrir fé það, er ætlað var Noregi og Danmörku, og sent norskum og dönskum börnum ásamt bréfi, um leið og landssöfn- unarnefndin sendi gjafirnar héðan. Varðandi gjöfina til Finnlands nutum vér aðstoðar finnska ræðismannsins hér, hr. L. Andersen. Var send fyrirspurn til Helsinki um það, hvernig gjöfinni yrði bezt varið. Svarið var á þá leið, að Finnlandshjálpin þar mundi verja fénu til fatakaupa handa nauðstöddum börn- um í Lapplandi.“ Þá getur þess í skýrslunni, að lofað hafi verið að styrkja 220 norsk börn í a. m. k. eitt ár, og lögðu sumir þegar fram fé í því skyni. Þessu fé var ekki unnt að koma áleið- is af ýmsum ástæðum, og hefur það verið lagt í sjóð, er kallaður hefur verið „Fóstursjóður Barnahjálpar." Hann er nú um 50 þús. kr. Framkvæmdanefndin bað einn af meðlimum sínum, Arngrím Kristjánsson skólastjóra, að „ræða við norsk yfirvöld um það, hvernig fé þessu yrði bezt varið í þágu norskra barna,“ en hann var þá staddur í Noregi, eins og kunnugt er. „Kennslumálaráðherrann norski lofaði að skipa nefnd manna, er gera skyldi tillög- ur um það mál. . . . Ennþá höfum vér ekkert heyrt frá þeim...... Vér erum þakklátir öllum þeim, sem greitt hafa fé 1 sjóð þennan, og þykir leiðinlegt mjög að hafa ekki enn getað komið hjálp áleiðis á þennan hátt. En vitanlegt er, að enn eru mörg hundruð munaðarlaus og hjálparþurfa börn í Noregi, svo að sjóðurinn mun koma að fullum notum, þó að síðar verði og nokkuð á annan veg en fyrst var ætlað. Þegar vér höfum fengið tillögur Norðmanna sjálfra um þetta mál, munum vér strax skrifa þeim, er loforð

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.