Menntamál - 01.05.1946, Síða 29
MENNTAMAL
99
í Mosfellssveit) má óhætt teljast ágæt bók fyrir telpur á fermingar-
alilri og reyndar gott lesefni fyrir hvern sem er.
'5f -
Gestir á Hamri. Saga eftir Sigurð Helgason. Birgir Sigurðsson
teiknaði myndirnar. ísafoldarprentsmiðja gaf út. Reykjavík 1945.
86 bls. Verð: 12,50 kr. í bandi. hað er lÖngu vitað, að Sigurður Helga-
son, kennari í Reykjavík, er maður, sem kann að segja sögu. Þó efast
ég um, að honum hafi nokkru sinni tekizt betur frásögn en í þessari
sögu, svo heilsteypt er hún og persónurnar vel dregnar. Hún er
hetjusaga, að austan eða vestan, — ég veit ekki hvort heldur, — en
hún segir frá mönnum, sem við Sigurður þekkjum báðir, hvor á sínu
landshorni, æðrulausum, orðfáum mönnum, sem aldrei bregðast skyldu
sinni. Og frásögnin er mönnunum og efninu samboðin: látlaus, en
töluverður þungi í henni. — Sagan er góð fyrir stálpuð börn og ung-
linga, vel fallin til lestrar og umræðu í skóla, segir frá því, þegar haf-
ísinn kom og björninn gekk á land, samtímis því, að einyrkinn á
útnesjabænum þurfti að sækja ljósmóðui inn í fjörð yfir snarbratta
hjarnhlíð, en sonur lians 12 vetra gætti bæjar á meðan.
Leiðbeiningar mn lestrarkennslu 1—11, eftir ísak Jónsson. Einkum
ætlaðar kennaraefnum. Fjölritað. Reykjavík 1946. 12 + 70 bls. Fæst
hjá liöl. Nafn bókarinnar segir til um efni hennar, og er bæði hljóð-
lestur og raddlestur tekinn til meðferðar, byrjað á upphafinu, þegar
börnin eiga að byrja á að nema hljóð stafanna og segja það, og ekki
skilizt við, fyrr en lesturinn hefur verið numinn og þjálfaður svo,
að fullnægjandi lestrarleikni er náð. Hverju smáatriði er gaumur
gefinn og varað við mörgu, sem tafið getur lestrarnámið. Höfundur-
inn ætlar bókina fyrst og fremst til stuðnings við kennslu sfna í þess-
um fræðum í Kennaraskólanum, en hún er engu síður einkar hentug
handbók fyrir livern þann kennara, sem kenna þarf byrjendum lest-
ur, ekki síz.t þegar þess er gætt, að mikill fjöldi kennara hefur enga
fræðslu fengið um það, hvernig kenna eigi byrjendum lestur, því að
ekki eru ýkja mörg ár, síðan kennsla um þau efni var hafin í Kennara-
skólanum. Frá því sjónarmiði mætti segja, að þessi bók fsaks væri
ekki nægilega glögg og yfirgripsmikil framan til, þar sem rætt er um
upphaf kennslunnar, því að hann gerir ráð fyrir, að þeir, sem bók-
ina nota, kunni skil á helztu atriðum hljóðaðferðarinnar við festrar-
kennslu, og er það auðvitað óhætt, þegar um nemendur í Kennara-
skólanum er að ræða, en eklri kennarar hafa margir hverjir aldrei
numið þá aðferð. En síðari liluti bókarinnar getur komið hvaða
lestrarkennara sem er að miklu gagni.
Drög úr kennslufraði. Áttliagafræðileg vinnubrögð. Eftir Isak Jóns-