Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 4

Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 4
114 MENNTAMÁL Hér á hugsjón almennrar alþýSufræðslu á Islandi sína vöggu — eða réttar sagt: framkvæmd hennar. Skólamennt- un var áður, þó af skornum skammti væri, eingöngu til undirbúnings fyrir embættismenn. Hinar eldri tilraunir til barnaskólahalds voru gerðar fyrir heldra fólks börn og urðu slitróttar. En hér er ekki um að deila: kennslunnar áttu öll börn að njóta, og var ætlazt til að skólagjald væri greitt úr hreppssjóði fyrir fátæka foreldra. Þessi jöfnun og viðurkenning á mannréttindum var fágæt fyrir hundr- að árum. Við minnumst því nú merkilegs atburðar í sögu íslands um jöfnun og samsatrf. Mér virðist, að þessi hinn elzti barnaskóli hafi haft mikil áhrif á þróun barnafræðslunnar í landinu. Fordæmið hef- ur flýtt fyrir öðrum. Hér var kennt á tveim stöðum, svo það má telja upphaf farkennslu með föstum kennslustöð- um. Kennslueftirlit skyldi hafa vikulega og snemma var byrjað að lána börmim kennslubækur. Reglugerð skólans og kennsluhættir var gerð án fyrirmyndar, en varð þó ein sú gleggsta fyrirmynd annara eftir að álmenn barna- fræðsla var lögleidd í landinu löngu síðar, eftir þá starfs- öld miðja, sem við nú minnumst. En það, sem ég undrast þó mest og dáist að á þessurn merkisdegi, er sú elja og þrautseigja, sem háldið hefur uppi starfi skólans, óslitið í hundrað ár. Þráðurinn er óslitinn þrátt fyrir misjafnt árferði og aðsteðjandi erfið- leika. Það hafa vafalaust mörg óþarfaorð fallið í garð skólans og hans manna, ýmist í sparnaðartón eða af ál- gerðu skilningsleysi. Baklcinn, og þar á ég við allan bakk- ann á milli ósa, á sína sögu, sem óhjákvæmilega speglast að noklcru leyti í sögu slcólans. Það skiptast á góðæri og hallæri, hækkandi verðlag og lækkandi eins og annars staðar, en auk þess liafa þorpin hér orðið fyrir þungum bú- sifjum af framlcvæmdum, sem þó hafa lyft öðrum byggð- arlögum,. Brýrnar og vegirnir, sérstaklega eftir að bílli'hn Jcom til sögunnar, ollu byltingu í flutningum og verzlun,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.