Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 6

Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 6
116 MENNTAMÁL hafa unnið, kyrrlátt starf, sem oft var lágt launað og lítið þakkað, nema í hlýjum endurminningum roskinna manna, sem sakna þess mest, að geta aldrei launað til fulls, það sem þeim var hezt gert á hernskuskeiði. Þeir hafa lagt sinn tilhöggna stein, fágaðan og hornréttan, í musteri framtíðarinnar. Ég er þess fullviss að hundrað ára barnafræðsla í þessu byggðarlagi hefur borið ríkulegan ávöxt. Ég segi það meir til gamans, að ég hef þekkt nokkur Flóafífl um dagana, en það vill svo til, að ekkert þeirra er úr Flóanum. Hins vegar hefur ungt fólk úr þessum byggðarlögum dreifzt víða og kynnt sig vel og sumt reynzt með afburðum að gáfum og hæfileikum. Skólinn á þar sinn þátt, en þó helzt í samstarfi við heimilin og kirlcjuna. Þessar þrjár stofnanir taka við uppvaxandi kynslóð og miðla henni af menning- ararfinum, sem þarf að skila áfram og ávaxta í lífi þjóðar- innar. Það kemur elcki af sjálfu sér. Elckert þarfara verk er unnið en það, sem fer til að manna sitt byggðarlag. Og þá er það fyrst og fremst að skila börnum og unglingum áfram til vaxandi menningar og bjartari framtíðar fyrir land og þjóð, í lotning og auðmýkt gagnvart þeirri for- sjón, sem stjórnar störfum vorum. Guð blessi okkur góðar minningar langrar sögu, og láti þær skila okkur lengra fram á hans vegum.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.