Menntamál - 01.12.1952, Side 8

Menntamál - 01.12.1952, Side 8
118 MENNTAMÁL Að formi til fulinægja lagaákvæði þessi kröfu, sem verið hefur baráttumál kennarastéttarinnar hátt á annan ára- tug. En með því að framkvæmdin var háð sérstakri fjár- veitingu, sat við lagabókstafinn einan. Sá dráttur skapaði óþægilegt misræmi. Skv. ofangreindum lögum áttu kenn- arar að hafa lokið ákveðinni uppeldisfræðilegri undir- búningsmenntun, ef þeir vildu fá fasta stöðu, hins vegar skorti hér á landi allar aðstæður til að afla sér hinnar til- skildu menntunar. Þessi glundroði varð því átakanlegri sem skólakerfið var í örri þenslu. Á örfáum árum reis upp fjöldi nýrra skóla, sem þarfnaðist vel menntaðra kenn- ara. Kennaraskóli Islands, sem þó býr við óhæfileg ytri skilyrði, fullnægði að vissu marki barnaskólanum, en eng- in stofnun í landinu bjó framhaldsskólakennara undir starfið, svo að viðhlítandi væri. Jafnvel kandidatar í ís- lenzkum fræðum frá heimspekideild háskólans fullnægðu ekki lengur kröfum laganna um undirbúningsmenntun. Þörfin á bættri menntun framhaldsskólakennara var brýn. Það er engum launungarmál, að menntun þeirra er æði misjöfn. Fjölmargir menn eru þar ágætlega mennt- aðir, hafa lokið háskólanámi í kennslugreinum sínum, kynnt sér kennsluaðferðir og skólaskipulag annarra landa. En hinir eru líka ófáir, sem eiga kennarastöðu sína við framhaldsskóla því einu að þakka, að ekki var völ á hæfi- lega menntuðum mönnum. Viðunandi menntunar var held- ur ekki auðaflað, er sækja varð hana til framandi landa. Sú leið var mörgum lokuð sökum féleysis, öðrum misheppn- aðist háskólanám vegna greindarskorts eða skapgerðar- bresta, en kennarastaða við framhaldsskóla var sú þrauta- lending, sem flestir náðu. Þetta ástand var óþolandi. Úr því m. a. átti fræðslu- löggjöfin nýja að bæta. Sú nauðsyn var Milliþinganefnd í skólamálum að fullu ljós. ,,Ef ekki er vel séð fyrir mennt- un kennara, eru allar tilraunir til endurbóta í skólamál- um tvísýnar, starf skólanna er algerlega komið undii'

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.