Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 12

Menntamál - 01.12.1952, Qupperneq 12
122 MENNTAMÁL hins opinbera, voru þeir oft furðu djarfir og framsýnir í menntamálum. Mætti benda á ýmis dæmi þess. Sú ákvörð- un að stofna þegar kennaraskóla, er almenn fræðsluskylda var sett og námskröfur stórauknar með fræðslulögunum 1907, lýsir í senn samkvæmni og stórhug. Án Kennar- skóla íslands hefði fræðslulöggjöfin frá 1907 ekki náð til- gangi sínum. Það hefði á engan hátt nægt, þó að nokkrir menn hefðu aflað sér kennaramenntunar erlendis, raunverulega gerðu það örfáir menn, fyrr en efnt var til kennaramenntunar hér á landi — fjöldi hinna myndi hafa yfirgnæft, sem komið hefðu inn í barnaskólana með ófull- nægjandi undirbúning og óheppileg viðhorf til starfsins. Góðu heilli var Kennaraskóli íslands stofnaður um leið og efnt var til þeirrar róttækustu breytingar, sem nokkru sinni hefur verið gerð á fræðslukerfi þjóðarinnar. Kenn- araskólinn á svo mikilvægan þátt í menntun þjóðarinnar, að vel sómdi fyrir þá sök eina að veita honum hæfileg starfsskilyrði. En þegar unglinga- og gagnfræðaskólum f jölgaði í land- inu, gátu kennaraefni þeirra ekki horfið að neinum sér- skóla. Sú vöntun hefur orðið viðgangi framhaldsskólanna þungur dragbítur, en hefði þó tekið betur í, ef nemendur kennaraskólans hefðu ekki gengið inn í starf framhalds- skólanna. Af föstum kennurum framhaldsskólanna eru 50% útskrifaðir frá Kennaraskóla Islands. Það er ekki háskalaust að halda æsku landsins um ára- bil í skólum, sem hafa ekki á að skipa fullmenntuðu og æfðu kennaraliði. Unglingsárin eru vandasamt skeið i skóla. Einmitt þá aukast námskröfurnar, en jafnfranit kröfur um þekkingu kennarans. I miðskóla hefst fyrir al- vöru sérhæfing í kennslu. Þá er ætlazt til, að kennarinn beri fullt skyn á kennslugreinir sínar. Af þessu tvennu, að unglingarnir verða erfiðari og að þekkingarkrafan verð- ur strangari, vex miðskólakennaranum ólítill vandi. Eng- inn getur kennt vel þá grein, sem hann sjálfur kann ekki

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.