Menntamál - 01.12.1952, Side 22

Menntamál - 01.12.1952, Side 22
132 MENNTAMÁL LýSháskólinn í Rambouillet. Menntamálum voru nýlega send ýmis gögn varðandi franskan lýðháskóla og jafnframt mælzt til, að frá skól- anum yrði sagt. Er tímaritinu ljúft að verða við þeim til- mælum. Lýðháskóla þessum var komið á fót að síðari heims- styrjöld lokinni. Stofnandi hans, Marcel Paccou (Pakkú), franskur menntamaður ungur að aldri, stundaði háskóla- nám á styrjaldarárunum, en varð frá að hverfa um sinn. Hann dvaldist árlangt við nám í Danmörku og lét heill- ast af menningu Norðurlanda. Einkum tóku lýðháskól- arnir hug hans fanginn. Marcel Paccou átti landsetur í Rambouillet á Norður- Frakklandi — um 50 km frá París. Þetta höfuðból sitt, Cháteau du Vieux Moulin eða Kastala við Gömlu myllu, lét hann skólanum í té og reisti þar samkomuskála og íþrótta- hús til viðbótar, auk þess sem hann lét breyta upphaf- legum húsakynnum, svo að þau hentuðu betur skólastarfi. Að sumrinu er haldinn þarna fjöldi námsskeiða fyrir æskulýðsleiðtoga. Að vetrinum fer hins vegar fram sam- fellt skólastarf. Stefnt er að því að koma upp lýðháskóla í frönskum anda, og hefur kennslumálastjórnin franska hönd í bagga með skólahaldinu. Paccou hefur boðið Norðurlandaþjóðum sérstaklega að senda nemendur til skóla síns. Er það ætlun hans að auka menningartengsl Frakklands og Norðurlanda. Til for- stöðu hinni norrænu deild lýðháskólans hefur hann fengið gagnmerkan skólamann sænskan, Nils Hjalmar Bosson, fyrrum skólastjóra lýðháskólans í Tárna. Bosson er ýms- um íslendingum að góðu kunnur, einkum þeim, sem nám.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.