Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 23
menntamál 133 hafa stundað í Tárna. Enn fremur kynntust ýmsir honum, er hann ferðaðist hér um fyrir nokkrum árum og flutti erindi. Námsskeiðið, sem ætlað er Norðurlandabúum, nefnist „Regards sur la France“ (Gefum Frakklandi gaum). Við- fangsefnið er franskt mál og menntir. Enn fremur eru fyrirhugaðir kynningarfundir með frönskum mönnum og norrænum, sem við skólann dveljast. Eftir því sem á námsskeiðið líður og þátttakendur ná betri tökum á frönsku máli, er gert ráð fyrir því, að þeim gefist kostur á að hlýða á erindi eða kynnast á annan hátt ýmsum efnum, er Prakkland varða, einkum franskri sveita- eða dreifbýlis- menningu, svo sem alþýðlegum skáldskap og lífsspeki, þjóðlögum og dönsum. Islendingum er vafalaust sem öðrum norrænum þjóðum þessi starfsemi Paccou mikil aufúsa. Margir hafa haft fullan hug á því að kynnast franskri menningu, en þess hefur verið lítill kostur. Flest höfum við um það nokkra hugmynd, hvað heimurinn á þessari merku þjóð að þakka, en fáum okkar hefur auðnazt að hafa náin kynni af henni. Við væntum þess því, að lýðháskólinn við Gömlu myllu verði einhverjum námfúsum Islendingum dyr að áður ókunnri veröld, og með þeim eigi eftir að berast hingað nýir straumar mennta líkt og á dögum Sæmundar. Menntamál hafa leitað fregna um það, með hvaða kjör- um Islendingum gæfist kostur á þátttöku í téðum náms- skeiðum og hvert þeir ættu að beina umsóknum sínum, ef Þeir vildu þekkjast þetta góða boð, en réttir aðilar hafa varizt frétta um þetta enn sem komið er, en væntanlega Uiun fræðslumálastjórn og utanríkisþjónusta geta gefið svör við þessu áður en langt um líður. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.